Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Versta uppskera í 25 ár
Fréttir 21. mars 2019

Versta uppskera í 25 ár

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ólífubændur á Ítalíu standa frammi fyrir því að uppskera á ólífum í ár er 57% minni en í meðalári og sú minnsta í 25 ár.

Ástæða uppskerubrestsins eru sagðar vera breytingar á veðri sem hafi leitt til þess að veðurfar á stórum ólífuræktarsvæðum sé orðið óhagstætt fyrir ólífutré. Hugsanlegt er talið að Ítalía þurfi að flytja inn ólífur þegar líða tekur á árið.

Breytingarnar á veðri sem eru að valda ítölskum og öðrum ólífuræktarbændum í kringum Miðjarðarhafið vandræðum felast í óvenju miklum rigningum, óvenjulegum vorfrostum, hvössum vindum og sumarþurrkum.

Sérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsbreytinga segja að breytingar á veðurfari við Miðjarðarhafið sem dregið hafa úr ólífuuppskeru séu upphafið að enn meiri breytingum í veðri þar um slóðir.

Ólífutré eru viðkvæm fyrir snöggum og tíðum veðrabreytingum og slíkar breytingar gera þau einnig viðkvæmari fyrir sýkingu og ekki síst bakteríu sem kallast xylella fastidiosa og herjað hefur á ólífutrjáalundi í löndunum við Miðjarðarhaf undanfarin ár.

Yfirvöld á Ítalíu hafa lofað að hlaupa undir bagga með bændum en tap þeirra er metið í hundruðum milljóna evra.

Samkvæmt spám kommisara Evrópusambandsins má búast við að uppskera á ólífum á þessu ári verði að minnsta kosti 20% minni í Portúgal og 42% minni í Grikklandi en í meðalári.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...