Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Versatile – stórar og kraft­miklar dráttarvélar
Á faglegum nótum 27. febrúar 2018

Versatile – stórar og kraft­miklar dráttarvélar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Versatile er upphaf­lega kanadískt fyrir­tæki en er í dag í eigu Rússa og framleiðir land­búnaðartæki og vélar af ýmsum gerðum, til dæmis jarðbora, þreskivélar og ekki síst dráttarvélar.

Árið 1946 tóku Kanadamennirnir og mágarnir Peter Pakosh og Roy Robinson sig saman og settu á stofn fyrirtæki í kjallaranum á heimili Pakosh í Wineppeg. Fyrirtækið kölluðu þeir The Hydraulic Engineering Company.

Pakosh var á þeim tíma verkfærahönnuður hjá Massey-Harris en hafði verið hafnað þegar hann sótti um flutning yfir á framleiðslusvið MH. Fyrsta tækið sem nýja fyrirtækið setti á markað var kornsnigill sem flutti korn af bílum eða vögnum í síló. Salan gekk vel og í kjölfarið fylgdi ávinnsluherfi og síðan úðadælur. Árið 1963 var nafni fyrirtækisins breytt í Versatile Manufacturing Ltd. Þremur árum síðar setti það fyrstu dráttarvélina á markað.

Dráttarvélaframleiðslan kemst á skrið

Fyrsta dráttarvél Versatile kom á markað á því herrans ári 1966. Traktorinn var fjórhjóladrifinn, 100 hestöfl og með sex strokka Ford mótor og kallaðist Versatile D-100. Skömmu síðar sendi fyrirtækið frá sér Versatile G-100 sem einnig var 100 hestöfl en með V8 mótor frá Chrysler. Báðar vélar voru með þrjá gíra áfram og einn afturábak og kostuðu um 10.000 Bandaríkjadali á þávirði.

Þrátt fyrir að verðið þætti sanngjarnt voru einungis 100 dráttarvélar af gerðinni D-100 og 25 af gerðinni G-100 framleiddar.

Fyrirtækið var þó ekki af baki dottið og á næstu tveimur árum send það frá sér nokkrar mismunandi týpur. Fyrst kom Versatile D-118 og í kjölfarið Versatile 125 og 145. Því næst sjálfknúin þreskivél Versatile SP430 og önnur dráttarvéladregin SP400, auk þess sem fyrirtækið hóf framleiðslu á sláttuvélum árið 1968.

Á sjöunda áratug síðustu aldar setti fyrirtæki á markað nokkra týpur af stórum og kraftmiklum dráttarvélum. Versatile 700, 800, 850 og 900 sem voru á bilinu 220 til 300 hestöfl. Uppfærslur á þessum týpum kölluðust Versatile 750, 825 og 950.

Versatile á stærstu dráttarvél síns tíma á sjöunda áratugnum. Traktorinn sem var átta hjóla tröll sem vó 26 tonn og kallaðist Versatile 1080, eða Big Roy, og var 600 hestöfl. Hann fór aldrei í framleiðslu.

Tíð eigendaskipti

Árið 1977 keypti Cornat Industries ráðandi hlut í Versatile Manufacturing Ltd en seldi hann tíu árum seinni til Ford New Holland sem var að stórum hluta í eigu Fiat og var nafni Vesatile dráttarvélanna breytt í New Holland. Aldamótaárið 2000 Keypti Buhler Industries Versatile af Fiat þegar Fiat og Case IH runnu saman. Eftir að Versatile komast í eigu Buhler voru dráttarvélar frá því fyrirtæki markaðssettar sem Buhler Versatile.

Árið 2007 eignaðist rússneski véla­framleiðandinn RostSelMash 80% hlut í Buhler Industries og sleppti Buhler-hlutanum úr heitinu Buhler Versatile og markaðssetur í dag dráttarvélar undir heitinu Versatile.

Skylt efni: Gamli traktorinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f