Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ferðaskrifstofan Borea Adventures á Ísafirði er tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs árið 2020 en þar er stunduð sjálfbær ferðamennska sem verndar fjallarefinn
Ferðaskrifstofan Borea Adventures á Ísafirði er tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs árið 2020 en þar er stunduð sjálfbær ferðamennska sem verndar fjallarefinn
Fréttir 10. september 2020

Verndun fjallarefsins fær tilnefningu umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Í tilkynningu frá Norðurlandaráði segir að líffræðileg fjölbreytni sé undirstaða velferðar og grundvöllur tilveru okkar og þess vegna renna umhverfisverðlaun ráðsins í ár til einhvers sem hefur lagt eitthvað sérstakt af mörkum til verndar fjölbreytileika í náttúrunni.

Borea Adventures vinnur með vísindafólki frá Náttúrufræðistofnun og Melrakkasetri Íslands (The Arctic Fox Centre) til þess að tryggja að starfsemin fari fram bæði á faglegan og sjálfbæran hátt. Fjallarefurinn, einnig nefndur heimskautarefur (Vulpes lagopus), er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi. Hann gegnir mikilvægu hlutverki í íslenskri náttúru vegna þess að hann er eina rándýrið sem er til staðar á náttúrlegum forsendum. Ferðaskrifstofan hefur sýnt að með starfsemi sinni geti verndun líffræðilegrar fjölbreytni og sjálfbær ferðamennska farið saman. Með því að leggja áherslu á mikilvægi tegundarinnar fyrir vistkerfið á Íslandi og takast á við fordóma um að fjallarefurinn sé meindýr sem eyðileggur náttúruna vill Borea Adventures snúa almenningsálitinu á sveif með þessu litla rándýri.

Tilkynnt verður um verðlaunahafann 27. október næstkomandi og hlýtur vinningshafinn að launum 350.000 danskar krónur. Aðrir tilnefningar í ár eru eftirfarandi:

Dag O. Hessen – Noregi

Jens-Kjeld Jensen – Færeyjum

YLE fyrir herferðina „Bjargið frjóberunum“ – Finnlandi

Lystbækgaard – Danmörku

Torbjörn Eckerman – Álandseyjum

Samband félagasamtaka lífrænna bænda á Norðurlöndum – Svíþjóð. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...