Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gert er ráð fyrir vernd landbúnaðarlands í dreif- og þéttbýli í nýrri hvítbók um skipulagsmál.
Gert er ráð fyrir vernd landbúnaðarlands í dreif- og þéttbýli í nýrri hvítbók um skipulagsmál.
Mynd / Bbl
Fréttir 10. nóvember 2023

Vernd landbúnaðarlands í landsskipulagi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Drög að hvítbók um skipulagsmál liggur í Samráðsgátt stjórnvalda, en frestur til umsagnar rann út 31. október.

Hvítbókin verður grunnur að þingsályktunartillögu um nýja landsskipulagsstefnu til 15 ára, með fimm ára aðgerðaráætlun, þar sem meðal annars verður kveðið á um vernd landbúnaðarlands. Í kaflanum Markmið um samkeppnishæft atvinnulíf er undir einum liðnum sérstaklega fjallað um áherslur í skipulagi hvað varðar landbúnaðarland í dreifbýli og þéttbýli. Þar er kveðið á um að skipulag eigi að stuðla að möguleikum á fjölbreyttri og hagkvæmri nýtingu landbúnaðarlands í sátt við umhverfið og stuðli að auknu fæðuöryggi þjóðarinnar.

Gert er ráð fyrir að við skipulagsgerð í dreifbýli verði land sem hentar vel til ræktunar matvæla almennt ekki ráðstafað til annarra nota með óafturkræfum hætti. 

Skipulagsákvarðanir um ráðstöfun lands til landbúnaðar og annarrar nýtingar munu byggjast á flokkun landbúnaðarlands með tilliti til ræktunarskilyrða, auk landslagsgreiningar og vistgerðaflokkunar. Ákvarðanir um uppskiptingu lands munu byggjast á skipulagsáætlunum. Áhersla er á að stefna í skipulagsáætlunum um ræktun stuðli að framleiðslu afurða með lítið kolefnisspor, svo sem innlendri grænmetisframleiðslu.

Þá verður í skipulagi dreifbýlis stutt við fjölbreytta nýtingu landbúnaðarlands, svo sem í tengslum við nýsköpun og ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir að við skipulagsgerð í þéttbýli verði vaxtarmörk þess skilgreind, meðal annars með það fyrir augum að standa vörð um verðmætt landbúnaðarland. Í skipulagi verði hugað að tækifærum til aukinnar ræktunar matvæla í þéttbýli.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f