Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Öflugir verktakar á Húsavík hafa tekið sig saman og ætla að opna nýja byggingavöruverslun í bænum innan skamms en mikil umsvif eru á svæðinu tengd byggingaframkvæmdum.
Öflugir verktakar á Húsavík hafa tekið sig saman og ætla að opna nýja byggingavöruverslun í bænum innan skamms en mikil umsvif eru á svæðinu tengd byggingaframkvæmdum.
Mynd / Framsýn
Líf og starf 21. mars 2022

Verktakar á Húsavík opna byggingavöruverslun

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Öflugir verktakar á Húsavík hafa tekið sig saman og ætla að opna nýja byggingavöruverslun í bænum innan skamms. Húsa­smiðjan lokaði sinni verslun í bænum og einnig á Dalvík, en allur rekstur fyrirtækisins verður sameinaður í nýrri versl­un á Akureyri.

Verslunin heitir Heimamenn og verður að Vallholtsvegi 8 á Húsavík, sem á sér langa sögu um rekstur byggingavöruverslunar, þar var áður Byggingavörudeild KÞ, KÞ Smiðjan og einnig Húsasmiðjan. Eigendur hins nýja félags, Heimamanna ehf., eru nokkur fyrirtæki á Húsavík:

Val ehf., Steinsteypir ehf., Vermir sf., Trésmiðjan Rein ehf. og Bæjarprýði ehf. Í versluninni verða seldar allar helstu byggingavörur sem í boði eru, ásamt málningu, hreinlætistækjum og öðru sem tengist viðhaldi og nýbyggingu.

Mikil uppbygging í gangi

Mikil uppbygging er nú í Þingeyjar­sýslu segir á vef Framsýnar, stéttar­félags þar sem greint er frá hinni nýju byggingavöruverslun. Nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili er í byggingu á Húsavík og einnig fjölbýlishús fyrir 55 ára og eldri. Umtalsverð uppbygging er í gangi hjá fiskeldisfyrirtækjum í sýslunni og mörg fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á að hefja starfsemi á Bakka við Húsavík. Þá er vitað að mikil vöntun er á íbúðarhúsnæði á Húsavík og víðar í Þingeyjarsýslum.

„Stéttarfélögin fagna að sjálfsögðu þessu magnaða framtaki Heimamanna og skora á íbúa á svæðinu að beina viðskiptum sínum til þeirra, það er, verslum sem mest í heimabyggð hjá Heimamönnum og öðrum verslunareigendum sem halda úti verslun og þjónustu í heimabyggð,“ segir á vefsíðu Framsýnar. 

Skylt efni: Húsavík

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...