Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Trausti Hjálmarsson.
Trausti Hjálmarsson.
Fréttir 24. júní 2022

Verkefninu ekki lokið

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

„Það var ánægjulegt að sjá þessa niðurstöðu spretthópsins. Hún skiptir landbúnaðinn miklu máli. Hækkanir síðustu mánuðina eru fordæmalausar og staða bænda er orðin mjög erfið,“ segir Trausti Hjálmarsson, formaður Deildar sauðfjárbænda.

Greiðslur til sauðfjárræktarinnar þýða um 120 kr./kg í aukið álag á gæðastýringu á þessu ári. Þess ber að geta að framkvæmdin er ekki útfærð og einingaverðið liggur ekki fyrir. Trausti bendir einnig á boðaða 23% hækkun Sláturfélag Suðurlands á afurðaverði.

Miðað við uppreiknaðar rekstrarniðurstöður ársins 2021 er afkoman þó ekki að batna á milli ára, segir Trausti.

„Við áætlum að breytilegur kostnaður sé að hækka um 40% milli ára, sem gerir 15% hækkun á heildarkostnaði. Í raun er framlegð að lækka á milli ára, þar sem aukinn stuðningur stjórnvalda og boðuð hækkun afurðaverðs nær ekki að vega upp kostnaðarhækkun ársins. Það er ljóst að meira þarf til að afkoma í sauðfjárrækt verði viðunandi og ekki verði hrun í greininni á komandi hausti.“

Verkefninu sé því engan veginn lokið.

„Við munum áfram vinna að því að bæta afkomu bænda. Það er líka mikilvægt að horfa til tillagna hópsins varðandi aðgerðir til framtíðar. Það eru allir sammála um að það sé hægt að ná miklum ávinningi með hagræðingu í afurðageiranum. Í þessari stöðu ber okkur skylda að leita allra leiða til að hagræða innan allrar virðiskeðjunnar frá bónda til neytanda.“

Skylt efni: spretthópurinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...