Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sæmundur Sveinsson fagstjóri erfðarannsókna hjá Matís.
Sæmundur Sveinsson fagstjóri erfðarannsókna hjá Matís.
Mynd / smh
Fréttir 29. október 2021

Verkefni um leit að verndandi genabreytileika í sauðfé gegn riðu

Höfundur: smh

Tvö rannsóknaverkefni eru í gangi hér á landi sem ganga út á riðugensgreiningar. Markmið beggja er að leita að arfgerðum sem veita vernd gagnvart riðu sem hægt væri að nýta í ræktun á íslenska sauðfjárstofninum til varnar hinum skæða sjúkdómi.

Greint var frá annarri rannsókninni í síðasta Bændablaði, sem hefur það markmið að finna fleiri verndandi breytileika en þann sem þekktastur er fyrir að veita mikla vernd – en sá hefur ekki enn fundist í íslensku sauðfé. Hin rannsóknin, sem unnin er í samstarfi Matís og Keldna, hefur það að markmiði að bæta við arfgerðagreiningum á þessum þekkta verndandi breytileika.
Sæmundur Sveinsson, fagstjóri erfðarannsókna hjá Matís, segir að samstarfið við Keldur miði að því að betrumbæta riðugensgreiningar.

„Það eru að minnsta kosti þrjú sæti í riðugeninu Prnp sem hafa áhrif á næmi sauðfjár gagnvart riðu. Hinn eiginlegi verndandi eiginleiki í sæti 171 hefur aldrei fundist hér á landi, þrátt fyrir umtalsverða leit. Í þjónustugreiningum Matís eru í dag bara greind tvö sæti, sem geta gefið upplýsingar um áhættuarfgerð og lítið næma arfgerð. Verkefnið miðar að því að skimað verði reglulega fyrir þessari mest verndandi arfgerð í sæti númer 171 (arfgerð R).“

Gæti hafa verið útrýmt

Sæmundur segir að hægt sé að minnka næmi sauðfjár gagnvart riðu með markvissum kynbótum. Þar skipti arfgerðir riðugensins Prnp miklu máli. Aðaláherslan hafi verið á að útrýma svokallaðri áhættuarfgerð úr íslenska fjárstofninum, en hún er talin auka næmi fyrir riðu til muna hjá sauðfé.

Verndandi arfgerðin sé tilkomin vegna breytileika í sæti 171 í Prnp. Í sæti 171 eru þekktar arfgerðir Q, H og R, en að sögn Sæmundar hefur arfgerð R aldrei fundist í íslensku fé, einungis Q.
„Grunur leikur á að þeirri arfgerð hafi mögulega verið útrýmt hér á landi í niðurskurðum í tengslum við mæðuveiki eða í öðrum þrengingum sem íslenski sauðfjárstofninn hefur orðið fyrir í gegnum aldirnar. Í erlendum fjárstofnum er þessi arfgerð nýtt til kynbóta með það að markmiði að auka þol sauðfjár gagnvart riðu. Þrátt fyrir umtalsverða leit að hinni verndandi arfgerð hér á landi, er alltaf sá möguleiki að hún leynist einhvers staðar í íslenska fjárstofninum.“

Skimað reglulega fyrir sæti 171

„Markmið þessarar rannsóknar er að betrumbæta þær arfgerðagreiningar á Prnp sem framkvæmdar eru hér á landi á þann hátt að sæti 171 sé greint í reglubundnum greiningum hjá Matís og Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum. Árlega eru nokkur hundruð sýni greind hjá þessum aðilum. Svokallaðri RT-PCR aðferð er beitt til að greina áhættu-, lítið- og miðlungsnæmar arfgerðir. Í þessari rannsókn er ætlunin að bæta sæti 171 inn í þessi greiningarpróf svo hægt verði að greina þriðja sætið án aukins tilkostnaðar fyrir bændur og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins,“ segir Sæmundur.Betrumbætt greiningarpróf verður vonandi komið í gagnið hjá Matís og Keldum snemma á næsta ári.

Hann bendir á að líkt og með leitina að öðrum arfgerðum með verndandi breytileika, sé þessi rannsókn engin skyndilausn heldur.

„Þetta verkefni mun mögulega skila okkur verkfæri sem getur nýst í baráttunni við riðu til lengri tíma litið.“

Verkefnið er styrkt af Fagráði í sauðfjárrækt.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f