Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Votlendið á Mið-fossum sem verður endurheimt.
Votlendið á Mið-fossum sem verður endurheimt.
Á faglegum nótum 16. júlí 2025

Verkefni á sviði endurheimtar og líffræðilegs fjölbreytileika

Höfundur: Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands og Jóhanna Gísladóttir, lektor við sama skóla.

Í síðustu viku var undirritaður samningur við Evrópusambandið um verkefnið Peatland LIFEline.is sem snýr að endurheimt votlendis og stuðning við líffræðilegan fjölbreytileika. Verkefnið er styrkt af LIFE-sjóðnum og er samstarf 7 stofnana og leiðir Landbúnaðarháskóli Íslands verkefnið. Land og skógur er einnig með stóran þátt í verkefninu og leggur til landsvæði á Suðurlandi og á Austfjörðum. Landbúnaðarháskólinn leggur til landsvæði á Hvanneyri, MiðFossum, Hesti, Mávahlíð og Kvígstöðum. Aðrir samstarfsaðilar eru Náttúrufræðistofnun, Fuglavernd, Hafrannsóknastofnun, Náttúruverndarstofnun og Royal Society for the Protection of Birds í Bretlandi.

Andakíll RAMSAR friðlandið er staðsett innan Hvanneyrarjarðar. Það nær yfir austurhluta ósa Borgarfjarðar og nærliggjandi votlendi inn til landsins. Svæðið nærist af Hvítá og Andakílsá og nær yfir flæðiengjar, votlendi og slægjumýrar sem nýttar eru til heyskapar. Þá eru stórar mýrar nýttar sem beitiland. Flæðisvæðið er mikilvægt dvalar-, fæðu- og varpsvæði fyrir votlendisfugla, sérstaklega fyrir þrjár marktegundir Peatland LIFEline.is verkefnisins, rauðbrysting, jarðrökuna og stelk. Vegna fjölbreytilegs náttúrulegs umhverfis hefur Hvanneyrarsvæðið mikið vísindalegt gildi og er nýtt til kennslu og fjölbreyttra rannsókna.

Andakíll Ramsar-svæðið var upphaflega stofnað til verndar heiðagæsar, þar sem svæðið er vel þekkt viðkomusvæði tegundarinnar. Búsvæði svæðisins, þ.e. ósar, mýrlendi, lyngmóar og flæðiengjar, eru forsenda fyrir ríkulegu fuglalífi. Svæðið er nýtt af 58 fuglategundum, þar af verpa 34 tegundir á svæðinu, svo sem haförn sem er í útrýmingarhættu á landsvísu, og rauðbrystingur sem er viðkvæm tegund á alþjóðavísu. Hluti mýrlendisins, lyngmóa og flæðisvæða er í röskuðu ástandi (í framræslu eða rofi) og því hefur gildi þeirra fyrir fugla minnkað verulega. Markmið verkefnisins er að endurheimta þessi röskuðu svæði og þar með bæta heildarstöðu Ramsarsvæðisins með tilliti til viðhalds og/ eða eflingar fuglabreytileika þess.

Umfang verkefnisins er rúmlega 8 milljónir evrur og er stuðningur LIFE-sjóðsins 75%, eða um 6 milljónir evra sem samsvarar um milljarði íslenskra króna. Verkefnið hefst formlega þann 1. september næstkomandi og er til 66 mánaða, eða til loka febrúar 2031. Þetta er umfangsmesta verkefni sem Landbúnaðarháskóli Íslands hefur stýrt og hlökkum við til að takast á við það.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...