Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frá munna Dýrafjarðarganag í Arnarfirði.
Frá munna Dýrafjarðarganag í Arnarfirði.
Mynd / Haukur Már Harðarson
Fréttir 11. október 2017

Verk loks hafið eftir 36 ára undirbúning

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Framkvæmdir eru komnar á fullt við gerð Dýrafjarðarganga sem koma eiga í stað erfiðs fjallvegar um Rafnseyrarheiði á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. 
 
Jón Gunnarsson samgöngu­ráðherra sprengdi hátíðarsprengingu Dýrafjarðarganga í gangamunna Arnarfjarðarmegin með aðstoð Hreins Haraldssonar vegamálastjóra þann 14. september síðastliðinn, en Vestfjarðagöng voru einmitt vígð á sama degi árið 1996. Verkefnið Eiði­Þverá á sunnanverðum Vestfjörðum var líka vígt á sama degi árið 2015. Hugsanlega verða  Dýrafjarðargöng svo opnuð 14. september 2020. 
 
Verktakarnir Suðurverk og Metrostav frá Tékklandi vinna verkið. Samningar við verktaka hljóða upp á um 9 milljarða króna og heildarkostnaður verður talsvert meiri. 
 
Þegar Jón Gunnarsson þrýsti á hnappinn sem kom sprengingunni af stað varð honum að orði að nú rynnu ekki eingöngu öll vötn til Dýrafjarðar heldur líka fullt af peningum. 
 
Við gangagerðina þarf að nota mikið af sementi, m.a. við svokallaða graut­un við bergþéttingar. Sementsílóin við gangamunna í Arnarfirði  taka líka slatta, eða heil 700 tonn.
 
Hugmyndin að Dýrafjarðar­göngum er búin að vera lengi á teikniborði Vegagerðarinnar. Var þetta m.a. eitt af fyrstu verkum Hreins Haraldssonar,  núverandi  vegamálastjóra, við störf hjá Vegagerðinni árið 1981, að kanna aðstæður fyrir Dýrafjarðargöng og hvar best væri að fara í gegn. Þrjú ár tekur að klára verkið og því líða 39 ár frá því hann kannaði aðstæður á svæðinu. 
 
Samkvæmt upplýsingum í Framkvæmdafréttum  Vegagerðar­innar verður lengd ganganna  í bergi áætluð 5.301 metri, vegskálar 144 m og 156 m, eða samtals 300 metrar. Heildarlengd ganga með vegskálum er áætluð 5.601 metri og breidd ganganna verður 8 metrar en þverskurðarflatarmál er 53 m2. 
 
Hæð vegskálaenda er 35 m yfir sjávarmáli (y.s) í Arnarfirði og 67 m y.s. í Dýrafirði. Gólf í göngum fer mest í 90 m y.s. í miðjum göngunum og er mesti lengdarhalli 1,5%. Þversnið er samkvæmt norskum reglum og nefnist T8. 
 
Í göngum verða 10 útskot, þar af fjögur snúningsútskot. Inni í göngunum verða fjögur steypt tæknirými og tvö lítil fjarskiptahús utan ganga. Göngin verða  malbikuð með steyptum upphækkuðum öxlum.  Nýr vegur verður byggður beggja vegna gangamunna. 
 
Nýir vegir eru u.þ.b. 3 km Arnarfjarðarmegin og 4,8 km Dýrafjarðarmegin, samtals um 7,8 km auk tenginga. Vegurinn verður 8 m breiður með 7 m akbraut. Rafmagnsbúnaður og öryggisbúnaður er fjölþættur, mest af búnaðinum er í fjórum tæknirýmum meðal annars fjórar spennistöðvar. Símaskápar eru einu skáparnir sem festir eru á veggi ganga, allir aðrir rafbúnaðarskápar eru í tæknirýmum.
 
Loftræsiblásarar, 1 m í þvermál, eru 16 og eru tveir og tveir saman á fjórum svæðum við tæknirýmin inni í göngunum.  
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...