Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Verið að skoða möguleika á hækkunum
Fréttir 15. desember 2017

Verið að skoða möguleika á hækkunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Meðalskilaverð til bænda fyrir dilka- og ærkjöt eftir síðustu sláturtíð er á bilinu 340 til 389,5 krónur á hvert kíló samkvæmt upplýsingum frá sláturleyfishöfum.

Talsmenn afurðastöðvanna segja að verið sé að skoða mögulega hækkun afurðaverðsins en að engin ákvörðun um slíkt hafi verið tekin.

Bændablaðið leitaði til nokkurra sláturleyfishafa um hvert meðalskilaverð til bænda hafi verið fyrir lambakjöt eftir sláturvertíðina í haust.

Samkvæmt svörunum sem blaðið fékk er meðalskilaverðið á bilinu 340 til 389,5 krónur fyrir kílóið eftir síðustu sláturvertíð. Hæst var verðið hjá Sláturfélagi Suðurlands 389,5 krónur fyrir lamba- og ærkjöt, hjá Fjallalambi hf. 375 krónur. Hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, 366,1* krónur fyrir kílóið og 340 krónur hjá Norðlenska.

Eiður Gunnlaugsson hjá Kjarnafæði sagði að ekki væri búið að reikna út meðalskilaverð hjá þeim til bænda.

Samkvæmt svörum frá öllum afurðastöðvum sem haft var samband við er í skoðun hvort grundvöllur sé fyrir því að hækka skilaverðið en að engin ákvörðun hafi verið tekin um slíkt enn.

Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs, sagði að í tengslum við möguleikann á að hækka skilagjaldið skipti mestu hvaða verð fengist fyrir vöruna innanlands og utan og Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska, sagði að aðstæður til hækkana væru betri en óttast var. 

*Í prentútgáfu blaðsins urðu þau mistök að gefið var upp meðalverð fyrir dilkakjöt hjá KS sem leiddi til skekkju í samanburði á meðalverðinu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...