Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kjörbúðin á Hellu.
Kjörbúðin á Hellu.
Mynd / MHH
Fréttir 19. september 2023

Verður versluninni á Hellu lokað?

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Óvissa er um framtíð einu matvöruverslunarinnar á Hellu.

Guðrún Elín Pálsdóttir, formaður Verkalýðsfélags Suðurlands, mætti á síðasta fund byggðarráðs Rangárþings ytra til að ræða um þróun á matvælaverði í versluninni á Hellu, sem er Kjörbúðin, eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að krefja Festi hf. um sölu á verslun sinni á Hellu.

„Íbúar kvarta mikið undan háu vöruverði í einu matvöruversluninni á Hellu. Þar var áður Kjarvalsbúð en þeim var gert að láta eftir reksturinn á Hellu þegar Festi keypti N1 en var þá með rekstur bæði á Krónunni og N1 á Hvolsvelli.

Samkeppniseftirlitið setti þá skilmála að Festi mætti ekki líka reka matvöruverslun á Hellu heldur þyrfti annan aðila til að tryggja samkeppni. Nú er samkeppni engin þar sem vöruverð er frekar hátt á Hellu nema á grunnvörunni.

Íbúar fara því að mestu annað til að versla, “ segir Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, formaður byggðarráðs.

„Það hefur ekkert verið rætt um lokun verslunarinnar en við teljum þetta vera forsendubrest og viljum því fá fund með Samkeppniseftirlitinu til að ræða stöðuna,“ segir Margrét Harpa þegar hún er spurð um mögulega lokun.

Skylt efni: Hella

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...