Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Katrín Jakobsdóttir sagði að aukin matvælaframleiðsla á Íslandi gæti orðið lóð á vogaskálarnar gegn loftslagsbreytingunum.
Katrín Jakobsdóttir sagði að aukin matvælaframleiðsla á Íslandi gæti orðið lóð á vogaskálarnar gegn loftslagsbreytingunum.
Mynd / Kristín Edda Gylfadóttir
Fréttir 27. nóvember 2018

Verðum sjálfbærari í mat­væla­framleiðslunni!

Höfundur: smh
Katrín Jakobsdóttir forsætis­ráðherra flutti setningar­ræðu á Matvæladaginn 25. október. Hún setti matvælaframleiðslu og -neyslu mannfólksins í samhengi við loftslagsmálin og sagði það ótækt að einum þriðja af matvælaframleiðslu heimsins væri hent. Hún sagði að fyrir samfélögin muni matur, matvælaframleiðsla  og matvælaneysla verða eitt af stóru pólitísku viðfangsefnum 21. aldarinnar.
 
Katrín sagði að loftslags­breytingarnar muni hafa gríðarlega áhrif á allt umhverfi okkar og allt umhverfi matvælaframleiðslu. 
 
Verðum að gera miklu betur í matvælaframleiðslu
 
Katrín sagði að sömuleiðis muni þessar breytingar hafa áhrif á innflutning matvæla til Íslands. Loftslagsbreytingarnar einar og sér ættu því að ýta við okkur Íslendingum að gera miklu betur í matvælaframleiðslu hér heima. Það skipti nefnilega miklu máli að við verðum sjálfbærari um matvælaframleiðslu; getum framleitt meiri mat og séum að einhverju leyti sjálfum okkur nóg um mat. Aukin matvælaframleiðsla hér á Íslandi – með réttum hætti – geti þannig verið lóð á vogaskálarnar gegn loftslagsbreytingunum þegar horft er til þess magns matvæla sem flutt er til landsins með tilheyrandi kolefnisfótspori. 
 
Ógnin af sýklalyfjaónæmum bakteríum
 
Katrín sagði að samfara auknum innflutningi á matvælum til Íslands verði einnig til ákveðin heilsufarsógn. Sýklalyfjaónæmar bakteríur sem fundust í innfluttu salati væri nýlegt dæmi um þá ógn.
 
Stefnumótun um matvælastefnu samvinna flestra ráðuneyta
 
Katrín ræddi næst um þá vinnu við stefnumótun á matvælastefnu fyrir Ísland, sem farin er af stað. Hún sagði að þar færi fram mjög mikilvægt starf sem nánast öll ráðuneyti ríkisstjórnarinnar væru tengd saman inn í. Með matvælastefnunni yrði lögð fram framtíðarsýnin fyrir matvælalandið Ísland. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...