Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Verðum að sinna nýsköpun á landsbyggðinni betur
Fréttir 3. apríl 2020

Verðum að sinna nýsköpun á landsbyggðinni betur

Höfundur: Ritstjórn

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sest á Skörina með Freyju Þorvaldar í nýjum hlaðvarpsþætti. Umræðuefnið er landbúnaðarstefna Framsóknarflokksins og framtíð íslensks landbúnaðar. Þau fara um víðan völl og ræða meðan annars um tengingu Framsóknar við bændur í gegnum árin, innflutning á hráu kjöti, nýsköpun og menntun, eignarhald á landi, tengsl byggðastefnu og landbúnaðar og mótun matvælastefnu fyrir Ísland.

Sigurður Ingi segir að hljómgrunnur fyrir innlendri búvöruframleiðslu muni vaxa í kjölfar kórónufaraldursins. „Þar sem þjóðir höfðu áður með sér mjög náið samstarf um fjórfrelsi þá hafa þær einfaldlega lokað landamærum án þess að gera nágrönnum sínum viðvart. Afleiðingin mun augljóslega verða sú að allar þjóðir munu horfa til þess að vera meira sjálfbjarga heldur enn ella,“ segir Sigurður Ingi.

„Framsóknarflokkurinn hefur barist fyrir þessari stefnu mjög lengi. Ég held að nú muni hljómgrunur fyrir slíkum sjónarmiðum vaxa og menn skilja af hverju við höfum verið að leggja áherslu á innlenda framleiðslu og þar með stuðning við bændur.“

Nýsköpun og þróun í landbúnaði

Talinu víkur að nýsköpun í landbúnaði en þar segir Sigurður Ingi að menn geti tekið sig á. „Það er nauðsynlegt að við hugsum í nýsköpunarátt og við eigum ekki að líta á það sem einhverja kvöð heldur það sem er mest spennandi í lífinu!“ Hann segir að það sé rétt að menn fái ef til vill ekki nægilegan stuðning úr kerfinu og þannig sé staðan í dag.

„Við erum með umtalsverðan stuðning á Íslandi við nýsköpun en hann fer að stærstu leyti í gegnum háskólana. Við erum reyndar með háskóla úti á landi líka en ég vil halda því fram að þessar hefðbundnu atvinnugreinar, landbúnaður og sjávarútvegur, hafi ekki fengið nægjanlega áheyrn inni í háskólasamfélaginu,“ segir Sigurður Ingi sem telur líka að fyrirtæki í báðum þessum atvinnugreinum mættu gera betur í nýsköpun.

„Ég held reyndar að fyrirtækin okkar, og þá er ég ekki að tala um einstaka bændur því þeir eru í raun lítil fyrirtæki, heldur er ég að tala um afurðastöðvar í landbúnaði, enn frekar í sjávarútvegi, hafi ekki nægjanlega verið að horfa á nýsköpun, sækja fjármagn og koma með fjármagn og ýta undir þær hugmyndir sem þar eru.“

Peningarnir þurfa að fara í auknum mæli út á landsbyggðina

Sigurður Ingi segir að öll lönd séu að glíma við það að ýta undir nýsköpun í dreifbýlinu. „Við eigum að forðast það að merkja alla peningana inn í háskóla á höfuðborgarsvæðinu. Ég held að við verðum að horfa á það að koma nýsköpunarfjármunum lengra út á land.“

Hann segir að núverandi ríkisstjórn hafi þetta upp í Vísinda- og tækniráði og bent á að það þurfi að greina það af hverju peningarnir fari ekki út á landsbyggðina og hvað þurfi til að þeir fari þangað. „Svo held ég að það þurfi að vera meira frumkvæði hjá þeim sem starfa í greinunum, það er að segja bændunum, afurðastöðvunum þeirra og í sjávarútveginum. Þessar tvær greinar þurfa að vinna meira saman.“

Skörin er aðgengileg á öllum helstu hlaðvarpsveitum og hér undir á Soundcloud. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...