Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Myndin sýnir samanburð á þróun verðlags samkvæmt greiningu á neysluvísitölu fyrir árin 2016–2022 (febrúar).  Frá upphafi árs 2016 hafa matvæli hækkað um 18% og lambakjöt 16%. Hækkun vísitölu yfir sama tímabil er 22,3%.  Hrun afurðaverðs 2016 og 2017 kom fram í lækkuðu smásöluverði. Það er ekki fyrr en nú á síðustu árum að sú leiðrétting hefur náðst til baka. Eftir er síðan að taka tillit til hækkunar aðfanga árið 2021 og síðan þeirra hækkana sem orðnar eru og munu verða, dragist stríðið í Úkraínu á langinn.
Myndin sýnir samanburð á þróun verðlags samkvæmt greiningu á neysluvísitölu fyrir árin 2016–2022 (febrúar). Frá upphafi árs 2016 hafa matvæli hækkað um 18% og lambakjöt 16%. Hækkun vísitölu yfir sama tímabil er 22,3%. Hrun afurðaverðs 2016 og 2017 kom fram í lækkuðu smásöluverði. Það er ekki fyrr en nú á síðustu árum að sú leiðrétting hefur náðst til baka. Eftir er síðan að taka tillit til hækkunar aðfanga árið 2021 og síðan þeirra hækkana sem orðnar eru og munu verða, dragist stríðið í Úkraínu á langinn.
Á faglegum nótum 6. apríl 2022

Verðþróun lambakjöts á stríðstímum

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda hjá BÍ

Vorið er á næsta leiti og sauðburður rétt handan við hornið. Sauðfjárbændur eru margir hverjir uggandi yfir sinni afkomu, hvert verður endanlegt skilaverð á dilkakjöti til bænda haustið 2022? Við vitum sem er að rekstur sauðfjárbúa hefur á síðastliðnum árum verið afar erfið­ur. En hvernig sjáum við afkomu okkar þróast á þeim óvissutímum sem nú eru?

Árið 2021 varð gífurlega hækkun á öllum rekstrarvörum bænda, hækkanir sem eiga sér ekki mörg fordæmi og eru enn ekki að fullu komnar fram. Þá er ljóst að stríðið í Úkraínu er nú þegar farið að hafa áhrif á viðskipti með matvæli um allan heim. Dragist stríðið á langinn verða áhrif á matvælaverð enn meiri.

Aukinn kostnaður við fram­leiðslu á vörum kallar á aðhald í rekstri. Hvað varðar sauðfjárbændur er ljóst að nú þegar er búið að leita allra leiða til hagræðingar í rekstri. Það er því óhjákvæmilegt annað en að þær kostnaðarhækkanir sem nú dynja á okkur munu þurfa að koma fram í hækkuðu afurðaverði. Sauð­fjár­bændur hafa síðan frá verð­fallinu 2016–2017 lagt sig fram við að sýna því skilning að það tekur tíma að ná markaðslegu jafnvægi, og þannig að ná fram leiðréttingu á afurðaverði samhliða jafnvægi í framleiðslu og sölu. En lengra verður ekki gengið í því að ætla sauðfjárbændum að framleiða lambakjötið án sanngjarnrar af­komu.

Íslenskir neytendur vilja hafa aðgang að lambakjöti og hverjir eru betur til þess fallnir að framleiða lambakjöt en íslenskir sauðfjárbændur, bændur sem hafa með útsjónarsemi og réttum ákvörðunum í gegnum tíðina tekist að byggja upp framleiðslu á hágæðavöru fyrir íslenska neytendur?

Eina leiðin til að tryggja neytendum aðgang að íslensku lambakjöti er að tryggja sauðfjár­bændum afkomu, sanngjarna afkomu af sinni vinnu. Við þurfum að fara í sameiningu yfir það hvort við séum að skipta kökunni rétt. Getum við sameinast um það að hækka það hlutfall sem bændur fá af endanlegu skilaverði? Það er verkefni afurða­stöðva og verslana. Bændur hafa ekki aðkomu að verðlagningu á lambakjöti þannig að við verðum að treysta á aðra í þeim efnum. Það þarf að vera samstarfsverkefni allra aðila virðiskeðjunnar að rétta hlut sauðfjárbænda.

Trausti Hjálmarsson,
formaður deildar sauðfjárbænda hjá BÍ

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f