Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Innflutt grænmeti hækkaði umtalsvert meira á tímabilinu en innlent grænmeti.
Innflutt grænmeti hækkaði umtalsvert meira á tímabilinu en innlent grænmeti.
Fréttir 3. desember 2020

Verðþróun á dagvörumarkaði: Innfluttar vörur í flestum tilvikum hækkað mun meira

ASÍ hefur skilað skýrslu til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) um verðkönnun á innlendum og innfluttum landbúnaðarvörum á tímabilinu frá desember 2019 til ágúst 2020. Skýrslan sýnir að í flestum tilvikum hafa innfluttar búvörur hækkað mun meira í verði en innlendar, mestur er munurinn á innfluttu og innlendu grænmeti.

 

Verðbreyting frá desember 2019 til september 2020:

 

Vöruflokkur í könnun
Innfluttar vörur
Innlendar vörur

Nautakjöt

2,20%

1,60%

Svínakjöt

7,90%

3,70%

Alifuglakjöt

-1,30%

3,30%

Unnar kjötvörur

4,80%

5,10%

Ostar

9,00%

6,50%

Tómatar

15%

-1%

Gulrætur

26%

5%

Sveppir

10%

1%

Paprikur

19%

-3%

Ísl. rófur

-

-11%

 

Skýrslan er unnin samkvæmt þjónustusamningi sem ASÍ og ANR gerðu í lok árs 2019. Í skýrslunni kemur fram að framboð eða úrval á þeim landbúnaðarvörum sem könnunin náði hafi aukist töluvert á tímabilinu, bæði er varðar innfluttar og innlendar vörur. Framboð á innfluttum vörum jókst verulega í mörgum vöruflokkum, mest á innfluttu svínakjöti og fuglakjöti, en framboð af nautakjöti og ostum jókst einnig mikið. Framboð innlendra vara virðist í flestum tilvikum aukast á sama tíma. 

Skýrslan er unnin samkvæmt þjónustusamningi sem ASÍ og ANR gerðu í lok árs 2019. Í skýrslunni kemur framframboð eða úrval á þeim landbúnaðarvörum sem könnunin náði hafi aukist töluvert á tímabilinu, bæði er varðar innfluttar og innlendar vörur. Framboð á innfluttum vörum jókst verulega í mörgum vöruflokkum, mest á innfluttu svínakjöti og fuglakjöti, en framboð af nautakjöti og ostum jókst einnig mikið. Framboð innlendra vara virðist í flestum tilvikum hafa aukist á sama tíma. 

Verðhækkanir á innfluttu svínakjöti og innfluttum ostum var samkvæmt skýrslunni töluvert meiri en á innlendum vörum í sömu flokkum. Minni munur var á verðhækkunum á innfluttu og innlendu nautakjöti. Innfluttar unnar kjötvörur (reykt kjöt, álegg, pylsur o.þ.h.) hækkuðu minna í verði en þær innlendu. Innflutt alifuglakjöt lækkaði í verði á meðan innlent alifuglakjöt hækkaði í verði. Mestar verðhækkanir voru á ostum í könnuninni, en innfluttir ostar hækkuðu um 9prósent samanborið við 6,5 prósent hækkun á innlendum ostum. 

Þá kemur fram að á því tímabili sem verðtakan fór fram veiktist gengi krónunnar um 16,7 prósent. Veiking krónunnar hafitilhneigingu til að fara nokkuð hratt út í verðlag á dagvörumarkaði. 

Almennt virðist innflutt grænmeti hækkað umtalsvert meira á tímabilinu en innlendar vörur. Framboð reyndist hins vegar nokkuð óstöðugt og liggja ekki eins góð verðgögn fyrir um grænmeti, líkt og fyrir kjöt og osta. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f