Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Verðmæti hrossakjöts
Fréttir 24. nóvember 2023

Verðmæti hrossakjöts

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Útflutningsverðmæti hrossakjöts á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 eru orðin hærri en útflutnings­tekjur ársins 2022.

Árið 2022 nam útflutningur hrossakjöts rúmum 197 tonnum og voru útflutningstekjurnar tæpar 95 milljónir króna. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 hafa rúm 174 tonn af hrossakjöti verið flutt út fyrir tæpar 100 milljónir króna.

Munar þar töluverðu á hærra kílóaverði til Sviss sem var árið 2022 að meðaltali 1.376 kr/kg en er í ár að meðaltali 1.878 kr/kg að því er fram kemur í tölum Hagstofu Íslands.

Mikill munur er á uppgefnu verði fyrir hrossakjöt á tölunum en enginn greinamunur er þar gerður á skrokkhlutum, fellur allt nýtt eða fryst hrossakjöt undir sama tollskrárnúmerið.

Hrossakjöt er flutt í hverjum mánuði til Sviss en nemur þó minna en 20% af því magni sem flutt er út á ársgrundvelli. Verðmæti þeirra eru þó langhæst í samanburði við önnur útflutningslönd, eða ríflega 50% af útflutningstekjum hrossakjöts.

Stærstur hluti kjötsins hefur í ár farið til Kasakstan, eða um 30% af útflutningsmagni fyrstu níu mánuði ársins. Kasakstan kom nýtt inn á lista útflutningslanda árið 2022 en verðið þar er lágt í samanburði við önnur lönd, að meðaltali 224 krónur fyrir kíló í ár.

Auk Sviss og Kasakstan var umtalsvert magn af hrossakjöti sent til Hollands, Ítalíu og Japans í ár. Er meðalkílóverð til Hollands um 332 kr. en til Japans 811 kr.

Árið 2021 nam útflutningur tæpum 390 tonnum og voru útflutningstekjurnar rúmlega 130 milljón krónur. Þá fór um 10% útflutningsmagns til Rússlands.

Árið 2022 var rúm 20% af allri framleiðslu hrossakjöts útflutt en árið 2021 nam hlutfallið 48%. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f