Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Aðalfundurinn ályktaði um brottfall laga um gæðamat á æðadún.
Aðalfundurinn ályktaði um brottfall laga um gæðamat á æðadún.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mættu liðlega sextíu manns, þar af rúmlega tíu í gegnum fjarfundarbúnað.

Í einu af nokkrum erindum á fundinum fór Elías Gíslason yfir sölu- og markaðsmál. Þar kom fram að mikil aukning hefur verið í sölu á æðardúnssængum framleiddum á Íslandi. Árið 2020 hafi sængurnar verið sjö og hálft prósent af heildarverðmæti en var hlutfallið komið upp í rúm tuttugu og átta prósent árið 2022. Helstu viðskiptaþjóðirnar séu Bretland sem kaupi liðlega fjörutíu og sjö prósent sænganna og Bandaríkin sem versli tæp nítján prósent.

Frá aðalfundi Æðarræktarfélags Íslands á dögunum.

Margrét Rögnvaldsdóttir, formaður ÆÍ, segir í samtali við Bændablaðið að aukninguna megi rekja að hluta til þess að bein sala í gegnum netið er orðin auðveldari. Þetta sé jákvætt því verðmætaaukningin verði til hér á Íslandi.

Samkvæmt upplýsingum frá Margréti eru engar eldri birgðir til af dún í landinu og er verðið búið að vera hátt undanfarið. Japan hafi lengi verið stærsta viðskiptalandið með hrádún, en á síðasta ári var mestur útflutningur til Þýskalands.

Þá samþykkti fundurinn ályktun þar sem frumvarp um brottfall laga um gæðamat á æðardún er harðlega gagnrýnt. Í þeim lögum segir að allur æðardúnn skuli metinn og veginn af lögskipuðum dúnmatsmönnum áður en komi til dreifingar á innanlandsmarkaði eða til útflutnings.

Margrét segir ekkert samráð hafa verið við ÆÍ og það sé einhugur meðal félagsmanna um að missa ekki lögin í einu vetfangi. Þau hafi verið sett vegna ákalls æðarbænda, en fram að því hafi æðardúnn sem innihélt ryk og aðskotahluti verið fluttur út.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...