Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Verðmætar vikurnámur
Mynd / Aðsend
Fréttir 1. nóvember 2023

Verðmætar vikurnámur

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Í síðasta mánuði var skrifað undir samning um nýtingu vikurnáma í Búrfelli í Skeiða­ og Gnúp­verjahreppi. Sveitarstjóri segir samninginn tímamót.

„Ég tel mig geta fullyrt að aldrei áður hefur verið gerður jafn verðmætur samningur í sveitarfélaginu um nýtingu á námuréttindum,“ segir Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Samningurinn gildir í allt að 15 ár og skilar að lágmarki 372 milljónum króna á samningstímanum fyrir efnis- tökuna. Lágmarksmagn efnistöku er 80.000 rúmmetrar á ári en að hámarki 300.000 rúmmetrar. Verði samningurinn fullnýttur getur hann að hámarki skilað tæplega 1,4 milljörðum króna. Námurnar eru innan þjóðlendu og var því samningurinn gerður í samráði við forsætisráðuneytið.

„Verði samningurinn fullnýttur má gera ráð fyrir að lítið verði eftir í námunni, þannig að þetta er ekki ótakmörkuð auðlind.

Það hefur verið tekið efni úr þessari námu í áratugi og mjög litlar tekjur komið til sveitarfélagsins á þeim tíma. Því er þetta mikið ánægjuefni að nærsamfélagið og þjóðlendan fari að njóta ávinnings af efnistökunni,“ segir Haraldur Þór.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...