Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nýútskrifaðir nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands en 72 nemendur brautskráðust við hátíðlega athöfn í Hjálmkletti í Borgarnesi þann 31. maí síðastliðinn.
Nýútskrifaðir nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands en 72 nemendur brautskráðust við hátíðlega athöfn í Hjálmkletti í Borgarnesi þann 31. maí síðastliðinn.
Mynd / LbhÍ
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar 72 nemendur brautskráðust frá Landbúnaðarháskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti í Borgarnesi þann 31. maí.

Nemendur voru þar að klára starfsmenntanám, háskólabrautir og framhaldsnám. Tabea Elisabeth útskrifaðist úr landslagsarkitektúr með einkunnina 8,97 en hún hlaut einnig verðlaun fyrir besta árangur fyrir BS-lokaverkefni ásamt Magnúsi Guðbergi Jónssyni Núpan. Í lokaverkefni sínu vann Tabea hönnunarleiðbeiningar tengdar frjókornaofnæmi í borgarlandslagi. Viðfangsefni Magnúsar var býflugnarækt í borgarumhverfi.

Lára Guðnadóttir hlaut verðlaun Bændasamtaka Íslands fyrir besta árangur á búfræðiprófi. Hún hlaut einnig verðlaun Búnaðarsamtaka Vesturlands fyrir frábæran árangur í hagfræðigreinum. Sunna Lind Sigurjónsdóttir er handhafi verðlauna RML fyrir frábæran árangur í búfjárræktargreinum en hún var einnig verðlaunuð fyrir árangur í námsdvöl. Vésteinn Valgarðsson hlaut verðlaun, gefin af Líflandi, fyrir frábæran árangur í bútæknigreinum. Í heild voru 22 nýir búfræðingar útskrifaðir ásamt tveimur garðyrkjufræðingum, að því er fram kemur í tilkynningu frá LbhÍ. Skólinn brautskráði nemendur af fimm BS-brautum. Eydís Ósk Jóhannesdóttir og Marta Stefánsdóttir hlutu verðlaun Bændasamtaka Íslands fyrir góðan árangur á búvísindabraut. Steindóra Ólöf Haraldsdóttir fékk verðlaun fyrir árangur í hestafræðum og Anna Björg Sigfúsdóttir fyrir góðan árangur í náttúru- og umhverfisfræðum. Narfi Hjartason hlaut svo verðlaun fyrir góðan árangur á BS-prófi í skógfræði.

Sautján nemendur útskrifuðust með meistarapróf. Díana Berglind Valbergsdóttir og Valdís Vilmarsdóttir hlutu verðlaun fyrir góðan árangur á MS-prófi í skipulagsfræðum. Franklin Harris fékk verðlaun fyrir frábæran árangur í námi á umhverfisbreytingum á norðurslóðum og Kári Freyr Lefever fyrir frábæran árangur í rannsóknamiðuðu meistaranámi. Þá lauk Maria Wilke doktorsprófi í skipulagsfræði á árinu að því er fram kemur í tilkynningu LbhÍ.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...