Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Verðlækkun á erlendum hrávörumörkuðum
Á faglegum nótum 11. október 2023

Verðlækkun á erlendum hrávörumörkuðum

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason

Undanfarna mánuði hefur verð á hrávörum á heimsmarkaði farið lækkandi eftir gífurlegar verðhækkanir árið 2022. Enn er verðið þó langt fyrir ofan það sem það var árin 2015–2019, fyrir heimsfaraldur. 

Umtalsvarðar lækkanir hafa verið á jarðgasi og hveiti svo dæmi séu nefnd. Þessi verðþróun endurspeglar bættar framboðshorfur og ný viðskiptatengsl. Rússar beina nú útflutningi sínum á jarðefnaeldsneyti frá Evrópu til Kína, Indlands
og annarra landa. Gert er ráð fyrir að hrávöruverð haldist lítið breytt út þetta ár og fram á það næsta samhliða bættum framboðshorfum og samdrætti í eftirspurn á heimsvísu.

Heimsmarkaðsverð á áburði

Vísitala áburðarverðs Alþjóðabankans lækkaði um 18 prósent árið 2022 en er enn vel yfir meðaltali áranna 2015- 2019, að hluta til vegna minni birgða í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og viðskiptatakmarkana sem fylgdu í kjölfarið.

Síðustu mánuði hefur verð á áburði farið lækkandi. Einkum á áburði sem framleiddur er úr jarðgasi, svo sem UREA, en áburður sem fæst við námuvinnslu, svo sem DAP og MOP, hefur lækkað minna. Þrátt fyrir lækkun á áburði eru bændur enn að draga úr notkun áburðar.

Gert er ráð fyrir að áburðarefni lækki um allt að 37% á þessu ári og gert áfram ráð fyrir 7% lækkun árið 2024. Lækkunin næstu mánuði verður knúin áfram af auknum stöðugleika í framboði og lækkandi orkuverði.

Heimsmarkaðsverð á hrávörum í fóður

Vísitala kornverðs Alþjóðabankans lækkaði um tæp 5% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en er enn tveimur þriðju yfir meðaltali sínu fyrir heimsfaraldurinn 2015-2019.

Á fyrsta ársfjórðungi var hveitiverð 100 prósent yfir meðaltali áranna 2015-19 og verð á maís var 80 prósent hærra. Lækkun kornvöruverðs árið 2023 er knúin áfram af opnun viðskipta með korn frá Úkraínu um Svartahaf (sem nú er lokað fyrir) og góð uppskera í öðrum helstu framleiðslulöndum.

Verð á próteinafurðum hefur verið nokkuð stöðugt á þessu ári og er um 52% yfir meðaltali áranna 2015-2019.

Innflutningur á hrávörum í fóður

Verð á innfluttum hrávörum í fóður fylgir að mestu sömu þróun og hefur verið á heimsmarkaðsverði.

Sveiflur er þó ekki alveg sambærilegar sem skýrist líklega af framvirkum innkaupasamningum. Sú gífurlega hækkun sem varð árið 2022 hefur nú að mestu gengið til baka.

En fóðurverð er enn þá hátt og er nú um 30-40% hærra en það var fyrir heimsfaraldurinn.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f