Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vanilla er klifurjurt að ætt brönugrasa.
Vanilla er klifurjurt að ætt brönugrasa.
Mynd / VH
Fréttir 18. apríl 2018

Verðhækkun leiðir til skógareyðingar og dauða

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mikil verðhækkun á vanillu­belgjum hefur leitt til þess að aukið skóglendi hefur verið rutt til ræktunar á vanillaorkideunni. Auk þess sem meiri ásókn í belgina hefur leitt til þjófnaða, átaka og dauða vegna átaka um uppskeruna.

Eftirspurn eftir vanillubelgjum sem náttúrulegt bragðefni á Vesturlöndum hefur ríflega fimmfaldast undanfarin ár. Vanilla er þekkt bragðefni sem er mikið notað í ís, súkkulaði og sem vanilludropar við bakstur.

Þjófar drepnir með sveðjum

Víða þar sem vanilla er ræktuð ríkir umsátursástand þar sem þjófar sitja um uppskeruna og bændur verja hana með vopnum. Í einu tilfelli þar sem þjófar fóru um ræktunarsvæði tóku bændurnir sig saman og réðust til atlögu við þjófana með þeim afleiðingum að fimm þjófanna voru dregnir á burt og síðan drepnir með sveðjum og spjótum.

Mest ræktað á Madagaskar

Madagaskar er stærsti ræktandi vanillu í heiminum og þar er skógareyðing til að auka ræktun einnig mest.
Fyrir nokkrum árum var rósaviður mest seldi varningurinn á svörtum markaði á Madagaskar en í dag er það vanilla.

Þrátt fyrir miklar hækkanir á verði á vanillu á Vesturlöndum hefur verð til bænda ekki hækkað og lifa flestir vanilluræktendur á Madagaskar undir fátækra­mörkum.

Skylt efni: Vanilla | Skógareyðing

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...