Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Verð hefur lækkað á nánast öllum mörkuðum
Fréttir 20. ágúst 2015

Verð hefur lækkað á nánast öllum mörkuðum

Höfundur: Vilmundur Hansen
Ágúst Andrésson forstöðumaður kjöt­afurðarstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga segir staðreyndir máls­ins séu þær að nánast allir markaðir fyrir sauðfjárafurðir hafi gefið eftir hvað verð varðar.
 
„Verð á lambakjöti hefur lækkað innanlands á tveimur síðustu árum og allir útflutningsmarkaðirnir líka nema Spánn. Lækkunin er víða 20 til 30% og það sem meira er að hliðar­afurðir, eins og bein, hausar, garnir og gærur, hafa einnig lækkað en þær hafa umfram annað staðið undir þeim hækkunum sem hafa verið til bænda undanfarin ár. Verð á sumum af þessum hliðarafurðum hefur reyndar lækkað svo mikið að það borgar sig ekki lengur að vinna þær og í staðinn leggst á þær kostnaður vegna förgunar. 
 
Þrátt fyrir þetta hafa kjöt­af­urða­stöð KS og sláturhúsið á Hvamms­tanga gefið út óbreytta verðskrá frá síðasta hausti. Við óttuðumst að sláturleyfihafar mundu lækka verð til bænda vegna lækkunar á mörkuðum sem yrði erfitt fyrir sauðfjárbændur. Svo verðum við að sjá til, eins og undanfarin ár, hvort það verði einhver afgangur sem hægt er að skila til bænda. 
 
Rekstur afurðastöðvanna í landinu var mjög erfiður á þessu ári og því síð­asta og verður það hugsanlega líka á því næsta enda er rekstrarstaða margra þeirra virkilega erfið. 
 
Bændur verða því líka að velta fyrir sér hvað er hægt að gera í rekstri af­urðastöðvanna til að ná fram aukinni hagræðingu til að hægt sé að greiða hærra verð fyrir afurðirnar,“ segir Ágúst
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...