Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Verð á tollkvótum lækkað um helming frá gildistöku samnings við ESB
Fréttir 28. janúar 2021

Verð á tollkvótum lækkað um helming frá gildistöku samnings við ESB

Höfundur: Ritstjórn

Nú hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birt niðurstöðu útboðs á tollkvótum vegna innflutnings land-búnaðarvara frá ESB fyrir tímabilið janúar-apríl 2021. Hækkaði verð tollkvóta í öllum tilfellum utan osta frá fyrra útboði. Frá gildistöku tollasamnings Íslands við ESB hefur verð á tollkvótum hins vegar lækkað um 47% að meðaltali og allt að 65% í einstaka flokkum.

Í lok síðasta árs ákvað Alþingi að færa útboð tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur tímabundið aftur í fyrra horf þar sem úthlutað er til hæstbjóðanda í stað jafnvægisútboðs, en síðastliðið sumar var stuðst við jafnvægisútboð í fyrsta sinn. Markmiðið með því að taka aftur upp fyrri útboðsleið var að lágmarka áhrif kórónuveirufaraldursins á innlenda framleiðslu landbúnaðarafurða en við breytinguna í sumar lækkaði t.d. verð á tollkvótum fyrir nautakjöt um 40% og unnar kjötvörur um 95% frá fyrra útboði, á sama tíma og tollkvótar hafa stóraukist í magni og markaðurinn minnkað vegna heimsfaraldursins. Á sama tíma hafa verið miklar verðlækkanir til bænda. 

Erfið staða

„Staðan í íslenskum landbúnaði hefur verið erfið. Afurðaverð til íslenskra bænda hefur fallið hratt, samhliða auknum tollkvótum sem hafa lækkað umtalsvert í verði. Auk þess hafa verið verðhækkanir á aðföngum undanfarið ár og því er klipið af launalið bænda úr báðum áttum. Það er von okkar að upptaka fyrri útboðsaðferðar nú sporni gegn frekari lækkunum á afurðaverði með tilheyrandi versnandi afkomu bænda,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. 

Verð á tollkvótum hefur lækkað um 47% frá 2018

Frá ársbyrjun 2018 hefur verð á tollkvótum fyrir landbúnaðarafurðir lækkað um 47% að meðaltali, en á sama tíma hefur vísitala kjöts hækkað um 6%. Lækkun á innkaupsverði innfluttra matvæla skapar verðþrýsting á innlenda framleiðslu og á tímabilinu hefur afurðaverð til bænda lækkað mikið. Ljóst er að lækkun á verði tollkvóta hefur ekki verið að skila sér til neytenda og virðist ávinningurinn renna fyrst og fremst til innflutningsaðila og verslunar, ásamt því að lækka afurðaverð til bænda.

Félag atvinnurekenda og Neytendasamtökin hafa haldið því fram að hækkun á verði tollkvóta muni hafa hækkandi áhrif á verð til neytenda. Hins vegar lækkaði ekki verð til neytenda þegar verð á tollkvótum lækkaði síðastliðið sumar, þá mest um 40% fyrir nautakjöt og 95% fyrir unnar kjötvörur.

„Það gengur auðvitað ekki að lækkun á verði tollkvóta eins og við sáum í sumar skili sér einungis í verðþrýstingi á innlenda framleiðslu og ágóðinn af lægra innkaupsverði heildsala og verslunar stoppi þar, en hækkun á verði lendi alltaf á neytandanum,“ segir Gunnar enn fremur. 

Gunnar Þorgeirsson.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...