Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Verð á lambakjöti til framleiðenda umhugsunarefni!
Mynd / HKr.
Skoðun 1. september 2016

Verð á lambakjöti til framleiðenda umhugsunarefni!

Höfundur: Steinþór Auðunn Ólafsson, Fremri- Hjarðardal, Dýrafirði.
Nú er svo komið að sláturleyfishafar hafa enn ekki gefið út verð til bænda um haustslátrun 2016. Því skyldi það vera?
 
Það kemur fram í tilkynningu LS að algengt verð til framleiðenda sé 25–41% af endanlegu útsöluverði. Merkilegt nokk! Þarna er skiptingin af mismuninum 59–65%.
 
Sláturleyfishafi-Kjötvinnsla í flestum tilvikum sá sami.
 
Tökum dæmi af fyrirtæki sem framleiðir glugga í hús. Þar væri endanlegt söluverð til kaupenda 100.000 kr. Framleiðandi fengi 25–59% og milliliðir hirtu rest. Hvað er sanngjarnt við þetta?
 
Það hefur ekki verið nein samkeppni á milli sláturleyfishafa, sláturleyfishafar hafa borgað sama verð. Er verð til bænda samráð á milli sláturleyfishafa?
 
Steinþór Auðunn Ólafsson.
Í drögum að nýjum búvörusamningi er gert ráð fyrir 900 milljónum til markaðsstarfa. Engin trygging er fyrir því að ef árangur næst úr því starfi að hann skili sér til bænda. Þar eru slátur­leyfishafar einráðir í því hvað þeir borga fyrir lambakjöt og er allt í þeirra hendi.
 
Ég vitna í grein í Bændablaðinu, 15.tbl. 2016, þar sem Þórarinn Ingi Pétursson, formaður LS, segir  „samningsstaða bænda er engin í þessu máli“.
 
Ég tel ekki svo vera og hvet bændur til að setja ekki sláturlömb á sláturbíl fyrr en samið hefur verið við bændur um viðunandi verð. 
 
Þetta virkar ekki nema sauðfjárbændur standi saman sem einn maður! 
 
Steinþór Auðunn Ólafsson, Fremri- Hjarðardal, Dýrafirði.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...