Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Velferðarsjóður BÍ verði stofnaður
Mynd / smh
Fréttir 3. mars 2017

Velferðarsjóður BÍ verði stofnaður

Höfundur: smh

Á ársfundi Bændasamtaka Íslands nú rétt í þessu kynnti Guðný Helga Björnsdóttir, stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands (BÍ), áform um stofnun velferðarsjóðs í nafni BÍ.

Í máli Guðnýjar kom fram að sjóðurinn muni hafi það hlutverk að styðja við bakið á félagsmönnum samtakanna þegar þeir verði fyrir meiriháttar áföllum í búskap sínum.  Það yrði til dæmis gert með því að að veita styrki til að ráða fólk til afleysinga í veikindum og stuðning vegna útgjalda til heilbrigðisþjónustu sem ekki eru greidd af Sjúkratryggingum. Einnig gæti hlutverk sjóðsins verið að veita styrki til heilsueflingar og til forvarnarverkefna.

Stofnframlag verður ein milljón króna sem greiðist af Bændasamtökum Íslands.

Í drögum að stofnun Velferðarsjóðs BÍ er gert ráð fyrir að stjórn BÍ verði falin eftirfarandi hlutverk:

  • að vinna reglur um styrkhæf verkefni sjóðsins.
  • að afla viðbótarfjármagns í sjóðinn, að lágmarki 150 milljónir króna.
  • að skipa stjórn sjóðsins.

Reglur verði sendar til umsagnar aðildarfélaganna áður en þær eru staðfestar af stjórn BÍ.

Sjóðurinn hefji starfsemi þegar lágmarks fjármögnun hefur verið náð.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...