Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þórir L. Þórarinsson (Vélaverkstæðis Þóris) og Friðrik Ingi Friðriksson í Aflvélum þegar samkomulagið var undirritað.
Þórir L. Þórarinsson (Vélaverkstæðis Þóris) og Friðrik Ingi Friðriksson í Aflvélum þegar samkomulagið var undirritað.
Fréttir 28. apríl 2021

Vélaverkstæði Þóris mun þjónusta Valtra og Massey Ferguson

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Gerður hefur verið nýr þjónustusamningur milli Aflvéla ehf. Búvéla ehf. og Vélaverkstæðis Þóris ehf. Samn­ingurinn felur í sér að Vélaverkstæði Þóris ehf. mun áfram þjónusta Valtra og Massey Ferguson dráttarvélar.

Mikil reynsla og þekking hefur skapast í rúm­lega 25 ára sögu í þjónustu Véla­verkstæðis Þóris á þessum merkjum. Samningurinn er þó víðtækari og verkstæðið annast einnig viðhald annarra vörumerkja sem Aflvélar og Búvélar eru umboðsaðilar fyrir. Þar má nefna Massey Ferguson heyvinnutæki, Pitbull liðléttinga, Bögballe áburðardreifara, Nc mykjutæki, Pronar vagna og tæki, AEBI Schmidt o.fl.

Þessa má geta að Valtra á 70 ára afmæli á þessu ári og í tilefni þess verður mikill viðburður á netinu á morgun, 16. apríl, þar sem frumsýndar verða nýjar vörur frá framleiðandanum.

Skylt efni: Valtra | Massey Ferguson

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...