Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þrír efstu í flokki kollóttra hrúta. Lengst til vinstri er Birgir Haraldsson með hrút frá Kornsá í 3. sæti, þá Jón Árni Magnússon með hrút frá Steinnesi og lengst til hægri er Jón Ægir Jónsson með sigurvegarann, hrút frá Hofi.
Þrír efstu í flokki kollóttra hrúta. Lengst til vinstri er Birgir Haraldsson með hrút frá Kornsá í 3. sæti, þá Jón Árni Magnússon með hrút frá Steinnesi og lengst til hægri er Jón Ægir Jónsson með sigurvegarann, hrút frá Hofi.
Mynd / Jón Gíslason
Fréttir 26. október 2020

Vel þegin samverustund í amstri haustsins

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Hrútasýning Fjárræktarfélags Sveinsstaðahrepps var haldin í byrjun þessa mánaðar í Hvammi í Vatnsdal. Sýningin var vel sótt og þátttakan góð að sögn Jóns Gíslasonar, bónda á Hofi. „Þetta var vel þegin samverustund í amstri haustsins.

Keppt var í þremur flokkum. Að lokum voru sigurvegararnir í flokkunum þremur bornir saman og besti hrútur sýningarinnar valinn. Dómarar voru Gunnar Þórarinsson og Guðni Ellertsson.

Í flokki kollóttra stóð efstur hrútur no 248 frá Hofi. Faðir er Árangur 15-159 frá Árbæ og móðir Strönd 17-811 frá Hofi. Hann var jafnframt valinn besti hrútur sýningarinnar.

Í flokki mislitra stóð efstur svartur hrútur, no 73 frá Hæli. Faðir er Glæpon 17-809 frá Hesti og móðir 18-052 frá Hæli.

Í flokki hyrntra stóð efstur hrútur no 69 frá Hæli. Faðir hans er einnig Glæpon 17-809 frá Hesti, en móðir er 18-041 frá Hæli. 

Sigurvegarar í hverjum flokki. Lengst til vinstri er
Jón Kristófer Sigmarsson með mislita hrútinn,
Helene Finzel með þann hyrnta í miðið, og lengst
til hægri er Jón Ægir Jónsson með þann kollótta,
besta hrút sýningarinnar.

Börnin í skrautgimbraflokknum eru, talin frá
vinstri: Magnús Ólafsson, Jóhanna Einarsdóttir,
Salka Kristín Ólafsdóttir og Harpa Katrín Sigurðardóttir.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...