Svala og Rosemary eru Íslandsmeistarar kvenna í tvímenningi í bridge 2025.
Svala og Rosemary eru Íslandsmeistarar kvenna í tvímenningi í bridge 2025.
Líf og starf 5. nóvember 2025

Vel melduð slemma

Höfundur: Umsjón: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Íslensk sveit, Iceland 1, náði frábærum árangri á World Bridge Tour stórmótinu í Kaupmannahöfn þar sem margar af sterkustu sveitum heims tóku þátt.

Spil dagsins er til marks um samhæfðar sagnir og nýstárlegar sagnvenjur eins besta pars okkar, sem tók þátt í mótinu. Þeir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon léku listir sínar og sóttu sér 10 impa

Eitt grand lýsti 15-17 punktum jafnskipt

2 hjörtu var yfirfærsla í staða – lofaði 4 spilum. Næsta sögn svarhandar, 2 grönd, var geimkrafa með 4 spaða og lengri láglit eða 4-1-4-4.

Þrjú lauf spurðu enn:

3 hjörtu lýstu 4 spöðum, fimm laufum og einhverjum slemmuáhuga.

4 tíglar var ásaspurning með lauf sem tromp.

Fimm lauf lýstu tveimur lykilspilum og trompdrottningu.

6 lauf = Bang.

Spilið kom upp gegn Grossack og Paske. Sigurbjörn Haraldsson segir í samtali við bridgedálk Bændablaðsins að slemman sé dúndurgóð. Vinnist alltaf ef laufkóngur er annar eða þriðji á vinstri hönd. Eða ef annar háliturinn brotnar. Þá séu aukamöguleikar ef laufkóngur er fjórði réttur ef sama hönd búi yfir fjórum hjörtum og tveimur spöðum. Þá sé hægt að ná 12 slagnum á framhjáhlaupi. 3 grönd voru spiluð á hinu borðinu.

Svala og Rosemary Íslandsmeistarar kvenna

Rosemary Shaw og Svala Kristín Pálsdóttir eru Íslandsmeistarar kvenna í tvímenningi árið 2025. Spilað var til úrslita í Síðumúlanum. Í silfursætinu urðu Ljósbrá Baldursdóttir og Hjördís Sigurjónsdóttir, en bronsið fengu Brynja Dýrborgardóttir og Sigrún Þorvarðsdóttir.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...