Vel melduð slemma
Íslensk sveit, Iceland 1, náði frábærum árangri á World Bridge Tour stórmótinu í Kaupmannahöfn þar sem margar af sterkustu sveitum heims tóku þátt.
Spil dagsins er til marks um samhæfðar sagnir og nýstárlegar sagnvenjur eins besta pars okkar, sem tók þátt í mótinu. Þeir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon léku listir sínar og sóttu sér 10 impa
Eitt grand lýsti 15-17 punktum jafnskipt
2 hjörtu var yfirfærsla í staða – lofaði 4 spilum. Næsta sögn svarhandar, 2 grönd, var geimkrafa með 4 spaða og lengri láglit eða 4-1-4-4.
Þrjú lauf spurðu enn:
3 hjörtu lýstu 4 spöðum, fimm laufum og einhverjum slemmuáhuga.
4 tíglar var ásaspurning með lauf sem tromp.
Fimm lauf lýstu tveimur lykilspilum og trompdrottningu.
6 lauf = Bang.
Spilið kom upp gegn Grossack og Paske. Sigurbjörn Haraldsson segir í samtali við bridgedálk Bændablaðsins að slemman sé dúndurgóð. Vinnist alltaf ef laufkóngur er annar eða þriðji á vinstri hönd. Eða ef annar háliturinn brotnar. Þá séu aukamöguleikar ef laufkóngur er fjórði réttur ef sama hönd búi yfir fjórum hjörtum og tveimur spöðum. Þá sé hægt að ná 12 slagnum á framhjáhlaupi. 3 grönd voru spiluð á hinu borðinu.

Svala og Rosemary Íslandsmeistarar kvenna
Rosemary Shaw og Svala Kristín Pálsdóttir eru Íslandsmeistarar kvenna í tvímenningi árið 2025. Spilað var til úrslita í Síðumúlanum. Í silfursætinu urðu Ljósbrá Baldursdóttir og Hjördís Sigurjónsdóttir, en bronsið fengu Brynja Dýrborgardóttir og Sigrún Þorvarðsdóttir.
