Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
 Skrautepli. Malus 'Makamik'.
Skrautepli. Malus 'Makamik'.
Mynd / Guðríður Helgadóttir
Á faglegum nótum 14. júní 2021

Vel blómstrandi tré og runnar

Höfundur: Guðríður Helgadóttir

Fátt vekur meiri kátínu og gleði hjá garð­eig­endum en þessar dá­sam­legu tegundir plant­na sem blómstra eld­snemma á vorin, færa sólþyrstum og ná­fölum landsmönnum vor­ið á silfurfati með blóm­skrúði sínu, sann­færa lýðinn um að heitir sumar­dagar séu rétt hand­an við hornið.

Með hlýnandi veður­fari hefur fjöldi vorblómstr­andi tegunda trjáa og runna farið vaxandi á undanförnum árum og heilmikið úrval af þessum gleðigjöfum í gróðrarstöðvum. Þarna má telja ávaxtatré eins og epli, perur, plómur og kirsiber; skrautlegar blómasprengjur eins og rósakirsi og skrautepli ýmiss konar; töfratré með sín bleiku eða hvítu blóm sem birtast áður en plantan laufgast, að ógleymdum berjarunnum og ýmsum toppum (Lonicera) sem blómstra um svipað leyti og plönturnar laufgast.

Rósakirsi. Prunus nipponica var. kurilensis 'Rosea'.

Eftir þessa fyrstu blómabylgju koma svo geislasópur, baunatré og gullregn, broddar (Berberis) og reyniviðir og fast á hæla þeirra fylgja hvítblómstrandi kvistir, sýrenur og jafnvel runnamura. Allar þessar snemmblómstrandi tegundir undirbúa blómgun sína með myndun blómbruma árið áður.
Veðurfar síðasta sumars hefur því verulega áhrif á blómgun þessa sumars, ef síðasta sumar er hlýtt og gott gefur það von um góða blómgun núna. Hins vegar eru þessar tegundir viðkvæmar fyrir næturfrosti þegar blómgunin er komin af stað. Þeir sem hafa sambönd við veðurmáttarvöldin ættu því að semja við þau um hlýtt og bjart vor með hæfilegri vætu, langvarandi þurrkar eru ekki hvetjandi fyrir blómþroskann. Einnig er mikilvægt að velja svona glæsilegum blómplöntum heppilegan vaxtarstað, sólríkan, má vera skjólgóður, jarðvegurinn heppilegur fyrir þarfir plöntunnar og síðast en ekki síst gott rými til að hægt sé að dást að drottningunni frá sem flestum hliðum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...