Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur BÍ .
Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur BÍ .
Fréttir 10. september 2018

Vekur spurningar um framkvæmd tollverndar

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Málsókn fimm innflutnings­fyrirtækja á hendur íslenska ríkinu til endurgreiðslu á ofteknum sköttum í formi tolla á landbúnaðarvörum er óneitanlega stórfrétt vikunnar,“ segir Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands.

Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður, sem rekur málin, hefur áður lagt ríkið að velli fyrir dómstólum fyrir ólögmæta gjaldtöku vegna innflutnings á búvörum. Hann segir ólögmæti þeirrar gjaldtöku sem nú reynir á, jafnaugljóst og í fyrri málum.

Skylda stjórnvalda að eyða óvissu

Erna segir að rík skylda hvíli á Alþingi og stjórnvöldum að tryggja lögmæti þegar innheimta skatta og gjalda á í hlut. Óþolandi sé að mikilvægar stoðir íslensks landbúnaðar eins og tollvernd og framkvæmd hennar séu ekki yfir vafa hafin hvað þetta varðar.

„Ég er ekki lögfræðingur og hef því ekki forsendur til að tjá mig um lagalegt efni kröfu þessara fyrirtækja en það er mikið í húfi, bæði hvernig þessu máli reiðir af og ekki síður hvernig úr niðurstöðu þess verður unnið reynist umrædd gjaldtaka ólögmæt.“

Málið varðar í stuttu máli tvenns konar útfærslu á tollvernd, annars vegar afnám tolla, til dæmis á grænmetistegundum, þegar innlend framleiðsla er ekki á markaði. Hins vegar svokallaða opna tollkvóta sem eru útfærðir þannig að tollar á tilteknar afurðir eru lækkaðir í tiltekinn tíma þegar innlendar afurðir skortir á markað.

Herðir umræðuna

„Ég tel augljóst að þetta mál muni herða á umræðum um þessa tilteknu lagaheimild varðandi opnu tollkvótana. Skilgreining á skorti á innlendum vörum er að mínu mati á algerum villigötum eins og framkvæmdin er í dag og í því samhengi að magn tollfrjálsra kvóta frá ESB er að stóraukast. Stjórnvöld, sem hafa sem yfirlýsta stefnu að efla innlenda matvælaframleiðslu, verða að takast á við þessa umræðu,“ segir Erna Bjarnadóttir.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...