Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Rjúpnaveiði hefst 25. október. Eftirleiðis verður veiðistjórnun svæðisbundin, á sex svæðum.
Rjúpnaveiði hefst 25. október. Eftirleiðis verður veiðistjórnun svæðisbundin, á sex svæðum.
Mynd / Pixabay
Fréttir 16. október 2024

Veiðistjórn rjúpu á tímamótum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpu og hún sögð stuðla að sjálfbærum veiðum og viðhaldi stofnsins.

Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpu er sú fyrsta sinnar tegundar fyrir dýrastofn á Íslandi. Hún er sögð mikilvægur liður í því að stuðla að sjálfbærum veiðum og að rjúpnastofninn haldi sínu hlutverki sem lykiltegund í sínu vistkerfi.

Þá segja stjórnvöld að með áætluninni verði tímamót í veiðistjórnun rjúpu. Héðan í frá verði veiðistjórnun á rjúpu svæðisbundin, þar sem landinu er skipt niður í sex svæði.

Fastir þættir sem ekki breytast á milli ára hafa verið staðfestir, svo sem að veiðitímabil hefjist fyrsta föstudag á eða eftir 20. október, veiðidagar séu heilir og veiði sé leyfileg föstudaga til þriðjudaga innan veiðitímabils. Þá voru stofnlíkön þróuð og verða notuð til að reikna út ákjósanlega lengd veiðitímabils sem getur verið mismunandi á milli svæða. Þessir föstu þættir eru sagðir stuðla að gagnsæi, fyrirsjáanleika og skilvirkni veiðistjórnunar á rjúpu sem auki traust á milli opinberra stofnana, hagsmunaaðila og almennings.

Áætlunin er afrakstur samstarfs Umhverfisstofnunar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis, Náttúrufræðistofnunar, SKOTVÍS og Fuglaverndar. Samstarfshópurinn fékk einnig aðstoð frá dr. Fred A. Johnson, bandarískum sérfræðingi í veiðistjórnun og stofnlíkanagerð.

Rjúpa (Lagopus muta) er eftirsóttasta veiðibráð á Íslandi en árlega ganga að jafnaði fjögur til fimm þúsund manns til rjúpna. Vísbendingar eru um að til lengri tíma litið hafi rjúpnastofn landsins minnkað og er tegundin á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands sem tegund í yfirvofandi hættu. Að stofninum steðja ýmsar ólíkar ógnir, en þær helstu eru loftslagsbreytingar, skógrækt, landbreyting og veiði.

Rjúpnaveiði hefst 25. október.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...