Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Veiðimenn fara ekki í jólaköttinn
Mynd / María Gunnardóttir
Í deiglunni 11. desember 2018

Veiðimenn fara ekki í jólaköttinn

Höfundur: Gunnar Bender
„Það er töluvert í boði fyrir veiðimenn fyrir þessi jól, allavega tvær mjög góðar jólabækur  um veiði og töluvert  líka um veiði í bókinni um Gunnar í Hrútatungu,“ sagði veiðimaður sem aðeins hefur kíkt á veiðibækurnar svo veiðimenn fari ekki í jólaköttinn þetta árið.
 
Veiðibókum hefur samt fækkað síðustu árin, en er kannski aðeins að fjölga aftur sem betur fer. Bókin „Eins og skot“ er handbók um skotveiði, hleðslu þeirra, notkun og virkni eftir Böðvar B. Þorsteinsson. Það er afbragðsbók upp á næstum 600 síður og hrein snilld. 
 
„Undir sumarhimni“ er önnur bók af veiðiskap eftir Sölva Björn Sigurðsson. Hann virðist bara skrifa þykkar bækur og kjarnmiklar. Gott að koma sér í veiðigírinn fyrir næsta tímabil með því að lesa hana. Síðan er Gunnar Sæmundsson, bóndi og veiðimaður, með flotta bók og þar er töluvert um veiði og flottir fiskar í henni. Kjarngóður lestur af bökkum Hrútafjarðarár.

Skylt efni: veiðibækur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...