Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Síld
Síld
Fréttir 15. október 2020

Veiðar verði auknar á norsk- íslensku vorgotssíldinni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur birt ráðgjöf sína um veiðar ársins 2021 fyrir uppsjávarstofna. Leggur það til meiri veiðar á norsk-íslenskri vorgotssíld en minna af makríl og kolmunna.

Ekki er í gildi samkomulag milli þeirra þjóða sem stunda veiðar á norsk-íslenska síldarstofninum, makríl og kolmunna um skiptingu aflahlutdeildar og hver þjóð því sett sér aflamark. Það hefur haft þær afleiðingar að frá árinu 2013 hafa veiðar verið umfram ráðgjöf ICES.


Norsk-íslensk vorgotssíld

Ráðgjöf ICES hvað varðar norsk-íslenska vorgotssíld er í samræmi við samþykkta aflareglu strandríkja að afli ársins 2021 verði ekki meiri en 651 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 526 þúsund tonn og er því um að ræða 24% hækkun í tillögum ráðsins um afla næsta árs.

Á vefsíðu Hafrannsókna­stofnunar segir að ástæða þess sé fyrst og fremst að 2016-árgangur í stofninum reynist sterkur og gert er ráð fyrir að hann komi inn í veiðina á næsta fiskveiðiári af meiri þunga. Áætlað er að heildarafli ársins 2020 verði um 694 þúsund tonn sem er 32% umfram ráðgjöf.


Makríll

ICES leggur til, í samræmi við nýtingarstefnu á makríl sem mun leiða til hámarks afraksturs til lengri tíma litið, að afli ársins 2021 verði ekki meiri en 852 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 922 þúsund tonn og því er um að ræða tæplega 8% lægri ráðgjöf nú.

Það skýrist af bæði minnkandi hrygningarstofni og lægra mati á honum nú en á síðasta ári. Lækkun á ráðgjöf hefði orðið meiri ef ekki hefði komið til endurmat og hækkun á veiðihlutfalli viðmiðunarmarka sem ráðgjöfin byggir á.


Kolmunni

ICES leggur til, í samræmi við langtímanýtingarstefnu á kolmunna, að afli ársins 2021 verði ekki meiri en 929 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 1,2 milljón tonn og er því um að ræða 20% lækkun á ráðgjöf frá í fyrra.

Ástæðan fyrir lækkun á aflamarki er minnkandi hrygningarstofn sökum lítillar nýliðunar síðustu fjögur ár.
Áætlað er að heildarafli ársins 2020 verði tæplega 1,5 milljón tonn, sem er 27% umfram ráðgjöf.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f