Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Matarúrgangur er lífrænt efni sem nýta má sem áburð.
Matarúrgangur er lífrænt efni sem nýta má sem áburð.
Mynd / crw.com
Fréttir 31. október 2022

Vegvísir um nýtingu lífrænna efna sem áburð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Unnið er að gerð vegvísis um nýtingu lífrænna efna til áburðargjafar í landbúnaði og landgræðslu.

Verkefnið felst í því að setja fram áætlun um sjálfbæra nýtingu lífrænna efna.Í kynningu á verkefninu segir að í því felist að setja fram beinskeytta og trúverðuga áætlun sem inniheldur meðal annars mat á núverandi ástandi, greiningu á tækifærum og forgangsröðun þeirra, sem og framsetningu sviðsmynda.

Matvælaráðuneytið ber ábyrgð á gerð vegvísisins, en hefur sér til halds og trausts ráðið Verk- fræðistofuna Eflu til að aðstoða við verkið. Auk þess sem stofnanir ráðuneytisins og hagaðilar, Matís, RML, Landgræðslan og MAST, sitja í stýrinefnd þess.

Fyrr í þessum mánuði var haldinn vinnufundur tengdur verkefninu þar sem hagaðilar úr ýmsum atvinnugreinum fengu tækifæri til að kynna sér gerð vegvísisins og koma með innlegg. Stefnt er að því að vegvísisirinn verði birtur fyrir lok árs.

Skylt efni: lífrænn áburður

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...