Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ásmundur Friðriksson alþingismaður ávarpar sviðaveislugesti með tilþrifum. Síðan las hann upp úr nýrri bók sinni, Strand í gini gígsins, sem koma mun út á næsta ári.
Ásmundur Friðriksson alþingismaður ávarpar sviðaveislugesti með tilþrifum. Síðan las hann upp úr nýrri bók sinni, Strand í gini gígsins, sem koma mun út á næsta ári.
Mynd / Björn Ingi Bjarnason
Líf og starf 8. nóvember 2021

Vegleg sviðaveisla

Höfundur: BIB

Hrútavinafélagið Örvar á Suður­landi og Vinir alþýðunnar héldu veglega sviðaveislu í Félags­heimilinu Stað á Eyrar­bakka fyrir skömmu.

Frumkvöðull sviðaveislunnar er Ásmundur Friðriksson, alþingis­maður í Suðurkjördæmi. Sviðin komu frá Magnúsi Geirssyni á Fornu­söndum og Kristjáni Magnús­syni frá Minna-Hofi.
Heiðursgestur var Siggeir Ingólfsson í Stykkishólmi, fv. staðarhaldari í Félagsheimilinu Stað árin 2013 til 2019, og hélt hann margar þjóðlegar veislur á þeim tíma.

Núverandi staðarhaldarar á Stað, Ingólfur Hjálmarsson og Elín Birna Bjarnfinnsdóttir, með aðstoð Ólafs Ragnarssonar, sáu um veisluna nú. Þau ætla að halda veisluflöggum á lofti sem aldrei fyrr nú þegar birta fer í mannlífi eftir Covid-19.


Bogi Pétur Thorarensen, Selfossi, Ari Björn Thorarensen, Selfossi, Trausti Sigurðsson, Eyrarbakka, Halldór Páll Kjartansson, Eyrarbakka og Jón Karl Ragnarsson, Eyrarbakka, næla sér í veislumatinn.

Margir gestir voru í sviða­veislunni sem heppnaðist frábærlega. Mjög veglegt „bókalottó“ var í sviða­veislunni. Bjarni Harðar­son, Bókakaffið á Selfossi og Bóka­útgáfan Sæ­­mundur gáfu vandaðar bækur í lottóið í tilefni af 15 ára afmæli Bókakaffisins. Vigdís Hjartar­dóttir dró að árvissri venju út nöfn hinna heppnu.

Hrútavinafélagið Örvar var stofnað haustið 1999 á hrútasýningu hjá Bjarkari Snorrasyni að Tóftum í Stokkseyrarhreppi hinum forna. Hrútavinafélagið er mannlífs- og menningarlegt samafl brottfluttra Vestfirðinga komna á Suðurland og heimamanna þar í héruðum til sjávar og sveita. Félagið hefur staðið að margþættu þjóðlegu menningarstarfi á Suðurlandi og víðar um land sem menn dást að með virðingarbrosi á vör.


Sviðaveislunefndin. F.v.: Ingólfur Hjálmarsson, Eyrarbakka, Ólafur Ragnarsson, Selfossi og Elín Birna Bjarnfinnsdóttir, Eyrarbakka.

Skylt efni: sviðaveisla | svið

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f