Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Vegir verði lagfærðir, upphækkaðir og lagðir slitlagi
Fréttir 18. mars 2016

Vegir verði lagfærðir, upphækkaðir og lagðir slitlagi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Íbúafundur sem haldinn var í Svarfaðardal og Skíðadal fyrir nokkru skorar á sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að vegir fram í Svarfaðardal og Skíðadal verði lagfærðir og upphækkaðir hið allra fyrsta og sett á þá bundið slitlag.
 
Enn fremur skoraði fundurinn á sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að breyta reglum um mokstur heimreiða þannig að fyrsti klukkutíminn fyrir snjómokstur verði greiddur af sveitarfélaginu en mokstur þar umfram verði greiddur til helminga af sveitarfélaginu og ábúendum. Þá skoraði fundurinn einnig á sveitarstjórn að mótmæla þeirri ákvörðun Íslandspósts að draga úr þjónustu í dreifbýli Dalvíkurbyggðar. 
 
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar fjallaði um erindi frá íbúafundinum og samþykkti á fundi að fela sveitarstjóra að gera tillögu til Vegagerðarinnar um vetrarþjónustu og aðrar framkvæmdir og leggja fyrir næsta fund Byggðaráðs. Samþykkt var einnig að halda óbreyttum reglum varðandi heimreiðamokstur. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f