Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ökumaður þessa bíls var án efa heppinn með að sleppa lifandi eftir að hafa mætt dráttarvél með illa búnum heimasmíðuðum heyvagni í umdæmi lögreglustjórands á Suðurlandi á síðasta ári. Bíllinn var hreinlega ristur upp eins og sardínudós.
Ökumaður þessa bíls var án efa heppinn með að sleppa lifandi eftir að hafa mætt dráttarvél með illa búnum heimasmíðuðum heyvagni í umdæmi lögreglustjórands á Suðurlandi á síðasta ári. Bíllinn var hreinlega ristur upp eins og sardínudós.
Mynd / Lögreglan á Suðurlandi
Fréttir 22. nóvember 2016

Vegfarendum ógnað vegna ólöglegs ljósabúnaðar

Í ljósi mikillar aukningar á umferð síðustu ára vegna fjölgunar ferðamanna hefur lögreglan áhyggjur af ljósanotkun á eftirvögnum og landbúnaðar­tækjum í umferðinni. 
 
Lögreglustjórinn á Suðurlandi segir að brögð séu að því að eftirvagnar og önnur landbúnaðartæki séu algerlega ljóslaus og skapa þar af leiðandi talsverða hættu í umferðinni. 
 
Þá ber sérstaklega að nefna heimasmíðaða heyvagna (gamla baggavagna). Einnig má nefna stóra rúlluflutningavagna sem eru komnir yfir 6 metra að lengd og þurfa þar af leiðandi hliðarljós. Til eru nokkur dæmi þess á starfssvæði lögreglustjórans á Suðurlandi að umferðaróhöpp hafi orðið vegna slælegrar ljósanotkunar á eftirvögnum dráttarvéla. Þá hefur lögregla einnig orðið vör við að bændur noti vinnuljós aftan á dráttarvélunum til að bæta úr ljósleysi á eftirvagni. Það getur skapað mikla hættu fyrir umferð sem kemur aftan að vélinni. Í umferðarlögum frá 1987 nr. 50 segir í 32. gr. „Við akstur vélknúins ökutækis skulu lögboðin ljós eða önnur viðurkennd ökuljós vera tendruð“.  Þá segir í sömu grein:
„Ljós má eigi nota þannig að valdið geti öðrum glýju“.
 
Umferð um þjóðvegi landsins hefur aukist verulega á síðustu árum og mikil fjöldi ökumanna eru erlendir ferðamenn með mismikla reynslu í umferðinni. Því er enn meiri ásæða til að minna menn á lögboðna ljósanotkun. Auðvelt er að nálgast ljósabúnað af ýmsum gerðum í verslunum.
 
Lögreglan á Suðurlandi vill hvetja bændur og aðra þá sem eru með eftirvagna til að bæta úr þessu hið fyrsta. Bent er á reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822, en þar er útlistað um áskilin og leyfð ljósker.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...