Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vegan heilsupitsa með grænmeti
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 29. janúar 2018

Vegan heilsupitsa með grænmeti

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Socca pitsa (vegan og glútenlaus) er upprunnin frá Ítalíu og er mjög einföld í matreiðslu.  
 
Deigið er búið til með því að blanda kjúklingabaunahveiti/garbanzo-baunamjöli saman við vatn og smá ólífuolíu, sett á pönnu og bakað við háan hita.
 
Þið getið fundið kjúklinga­baunahveiti í betri matvörubúðum eða í Asíu, matvörumarkaði.
Þetta er örugglega ljúffengasta og fljótlegasta glútenlausa pitsan sem hægt er að elda.
 
Socca pitsa
  • 2 msk. ólífuolía
  • 1 bolli kjúklingabaunamjöl 
  • 1 bolli af vatni
  • 1/2 tsk. hvítlauksrif eða duft
  • 1 tsk. blandað þurrkað ítalskt krydd eins og  basilika, oregano og fleira.
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Fljótleg pitsasósa
  • 1/2 bolli maukaðir tómatar (passata)
  • 2 msk. tómat púrra
  • 1/2 rauðlaukur
  • 3 hvítlauksrif
  • 1 msk. þurrkaðar ítalskra kryddjurtir
  • Álegg
  • Veganostur 
  • Fersk söxuð basilika
  • Saxað grænmeti af vali – ég notaði rauðlauk og pipar
Aðferð
Hægt er að íslenska pitsuna með að nota steikt lambahakk og majónes – og nota ferska renninga af grænmeti, sem er skorið með grænmetisflysjara.
 
Notið stóra, kringlótta pitsupönnu eða ofnfasta pönnu með loðfrítt yfirborð.
 
Blandið saman í miðlungsstórri skál einni matskeið af olíu, kjúklingabaunamjöli, vatni og kryddjurtum. Hrærið þar til þetta er alveg slétt og fínt.
 
Hellið deiginu á heita pönnuna og hallið til að ganga úr skugga um að því sé jafnt dreift um pönnuna. Eldið í 10 mínútur í ofninum eða þar til það er orðið gullið og örlítið stökkt. Takið þá úr ofninum en hadið ofninum heitum. Það má líka steikja deigið eins og pönnukökur á báðum hliðum.
 
Á meðan deigið bakast gerið þið pitsasósu með því einfaldlega að blanda hráefninu í blandara þangað til sósan er orðin mjúk og slétt. Dreifið henni svo yfir botnana.
 
Stráið veganosti yfir sósuna (eða íslenskum úrvalsosti) og grænmeti ofan á (líka gott að setja það ferskt þunnt skorið eftir bakstur). Bakið aftur í 5–10 mínútur. Skerið í sex sneiðar og njótið!
 
 
Andalæri og franskar kartöflur (Confit)
 
Confit er frönsk aðferð við að elda kjöt eða grænmeti í fitu – og oftast andafitu. Slíkir réttir eru vinsælir á frönskum kaffihúsum. Hugmyndin er að elda öndina í eigin fitu svo kjötið losni af beinunum. Svo er tilvalið að sigta fituna, blanda við olíu og djúpsteikja franskar kartöflur í því.
 
Hráefni
  • 1/4 bolli gróft salt
  • 250 ml vatn
  • Svartur pipar úr kvörn, um 12 pipar- korn
  • 2 greinar garðablóðberg
  • Hvítlauksrif marin eða söxuð
  • 1 lárviðarlauf 
  • 1/2 tsk. mulin kóríanderfræ
  • 6 andalæri (Líka er hægt að kaupa tilbúin í dós eða úr frosti. Þá þarf ekki salt því þau eru tilbúin elduð).
  • Ólífuolía eftir þörfum
Aðferð
Blandið saltinu og vatninu saman í stóran plastpoka (eða í stórri skál) og hrærið þar til saltkristallarnir eru leystir upp.
 
Bætið piparkornum við, garðablóðbergi, hvítlauk, lárviðarlaufi, kóríander og svo andalærunum. Takið pokann og setjið á pönnu eða í skál (til að koma í veg fyrir hugsanlegan leka) og geymið í kæli í 24 klukkustundir.
 
Takið andalærin úr pokanum fyrir eldun og skolið með köldu rennandi vatni. Látið þorna með pappírsþurrku. Forhitið ofninn í 4 til 5 mínútur og setjið hitann á 200 gráður.
 
Steikið öndina í 30 mínútur, eða þar til andafitan byrjar að leka úr. Lækkið  hitastigið niður í 150 gráður (gæti þurft að bæta við ólífuolíu svo fljóti yfir). Snúið andalærunum þannig að fitan snúi upp og eldið áfram í tvær klukkustundir. Takið lokið af og brúnið aðeins undir grillinu í ofninum (passið að taka umfram fitu af og notið til að steikja franskar kartöflur með. Látið standa aðeins og berið svo fram með brúnum frönskum kartöflum og majónes-hrásalati.
 
Geymið andafituna til að nota í eldamennsku á grænmeti, kjöti og jafnvel fiski.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f