Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Vegan festival 2016
Fréttir 9. ágúst 2016

Vegan festival 2016

Samtök grænmetisæta á Íslandi standa fyrir hinu árlega Vegan festivali í annað sinn laugardaginn 13. ágúst næstkomandi, kl 14, á Thorsplani í Hafnarfirði. 
 
Um er að ræða grillveislu og skemmtun fyrir vegan fólk og aðra sem hafa áhuga á að bragða á vegan grillmat. Markmið festivalsins er að gleðjast saman og fagna aukinni vitund og miklum árangri vegan hreyfingarinnar. 
 
Kynnir hátíðarinnar verður bandaríska vegan dragdrottningin og grallarinn Honey LaBronx. Aðrir skemmtikraftar eru m.a. tónlistarkonan Sóley og rapparinn Bróðir Big. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum áhugasömum en veitingar verða seldar á hóflegu verði, 500 krónur fyrir vegan pylsu með öllu eða grillað Oumph! og gos. 
 
Sunnudaginn 14. ágúst kl 14 fylgir Honey LaBronx viðburðinum eftir með fyrirlestri um veganisma og réttindabaráttu minnihlutahópa í húsakynnum Gló í Fákafeni. Aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir og eru gestir hvattir til að mæta snemma til að tryggja sér sæti. 
 
Vakin er athygli á Snapchat Samtakanna þar sem hitað er upp fyrir festivalið þessa vikuna. Notandanafnið er veganuar.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...