Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Lagt af stað frá Borðeyri að kvöldi 27. febrúar.
Lagt af stað frá Borðeyri að kvöldi 27. febrúar.
Mynd / Hannes Hilmarsson
Fréttir 31. mars 2017

Vegagerðin kallaði bónda úr Hrútafirði til aðstoðar

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Þó nú virðist vor vera á næsta leiti hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum mikil snjókoma á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt 26. febrúar. Á sama tíma var lítill snjór miðað við árstíma víðast hvar annars staðar á landinu. 
 
Sökum mikils fannfergis brá Vegagerðin á það ráð að kalla til tæki og mannskap utan af landi til að flýta fyrir að hreinsa vegi og vegkanta.
 
Hannes Hilmarsson, bóndi á Kolbeinsá í Hrútafirði, á dráttarvél með snjóblásara framan á vélinni og hefur aðallega verið við snjómokstur á Holtavörðuheiði og á Ströndum undanfarin ár. Hann var á meðal þeirra sem tók þátt í „hvítagullsæðinu“ á höfuðborgarsvæðinu. 
 
Hannes setti traktorinn sinn á vörubíl og ók suður og byrjaði við suðurenda Hvalfjarðarganga. Á nóttunni alla síðustu viku var Hannes í að blása snjónum frá vegköntum út frá Reykjavík beggja vegna vegar ásamt fleiru. 

Skylt efni: snjómokstur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f