Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vegagerðin á móti efnistöku í fjörunni
Mynd / smh
Fréttir 12. janúar 2022

Vegagerðin á móti efnistöku í fjörunni

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps er mjög ósátt við þá ákvörðun Vegagerðarinnar að leyfa ekki efnistöku af sandi í fjörunni austan við Vík í Mýrdal.

Í bókun sveitarstjórnar segir m.a.:

„Vitað er að efnisflutningar með ströndinni nema milljónum rúmmetra á ári en áformuð efnistaka yrði ekki nema lítið brot af því. Fullyrðingar Vegagerðarinnar um að efnistaka, sem háð verður jafn ströngu eftirliti og lagt er til, muni án efa auka á rofhraða eru með öllu órökstuddar.

Mikið er í húfi fyrir samfélagið í Mýrdalshreppi að tilraunir til þess að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulíf sveitarfélagsins fái eðlilegan framgang. Slíkt þarf ekki að vera á kostnað umhverfisins og sveitarstjórn Mýrdalshrepps mun eftir sem áður standa jafnt vörð um hagsmuni náttúrunnar og samfélagsins.“

Í umsögn Vegagerðarinnar segir m.a.:

„Afstaða Vegagerðarinnar helst því óbreytt í málinu og er Vegagerðin mótfallin efnistöku úr fjörunni. Stöðugt landrof er á fjörunni og mun efnistaka án efa auka á rofhraða hennar. Mýrdalshreppur hefur sent umsókn til Vegagerðarinnar um að ríkið fjármagni þriðja sandfangarann, austan við þann sem byggður var síðast.

Umsóknin byggir á þeim staðreyndum að töluvert rof á sér stað á ströndinni og strandlínan ekki tryggð nema með gerð þessa þriðja sandfangara. Með því að leyfa efnistöku í fjörunni rétt austan við áhrifasvæði sandfangaranna er hreppurinn í þversögn við umsögn um byggingu á þriðja sandfangaranum.“ 

Skylt efni: Vík í Mýrdal

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...