Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vel hærðar geitur í makindum sínum.
Vel hærðar geitur í makindum sínum.
Líf og starf 2. desember 2024

Vefnaður úr kasmír

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Hlýlegir treflar, sjöl og peysur úr kasmír er eitthvað sem okkur flestum þykir ómissandi að eiga í fataskápnum en er þetta ofurmjúka lúxusefni framleitt á sjálfbæran og siðferðilegan hátt?

Kasmír, eða þel geita, sem á íslensku nefnist fiða, er lungamjúkt þótt strý geita sé afar gróft. Fiðan losnar af þeim að vorlagi en einnig er hægt að tína hana úr eða kemba. Þótt kindur séu rúnar fyrir ullina, eru geitur oftast kembdar til kasmírframleiðslu og þar sem
trefjarnar koma úr innri feld geitarinnar er aðeins hægt að safna litlu magni af hverju dýri. Þetta er þó vinsæl vara, enda er ullin fínni, léttari, mýkri, sterkari og um það bil þrisvar sinnum meira einangrandi en ull sem kemur af kindum.

Ullarframleiðslan frá hverri geit er um 150 grömm árlega eða gróflega áætlað að í eina peysu þurfi hár fjögurra til sex geita.

Heimsframleiðsla á óunninni kasmírull er 15.000 til 20.000 tonn á ári, sem gefur af sér um 6.500 tonn af hreinni kasmírull eftir hreinsun og vinnslu.

Framleiðsla frá 13. öld

Samkvæmt upplýsingum framleiða Kína og Mongólía 75 prósent af kasmír heimsins, en aðrir framleiðendur eru helst í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Nafnið Kasmír er þó upprunnið í Kasmírhéraði á norðanverðu Indlandi, þar sem framleiðslan er sögð hafa hafist á13.öld.Húnerennviðlýðií einhverjum samfélaga héraðsins en pólitískur óstöðugleiki á svæðinu gerir kasmírbændum erfitt um vik.

Fiðunni safnað

Fiðunni, eða kasmírullinni, er safnað með tveimur mismunandi aðferðum. Í Íran, Afganistan, Nýja-Sjálandi og Ástralíu eru geiturnar frekar rúnar heldur en greiddar þó sú aðferð sé stundum síður valin af framleiðendum þar sem hún leiðir til minna magns af hreinu kasmír. Í Asíu, Ameríku og flestum löndum Mið-Austurlanda er málmkamburinn hins vegar notaður og þá helst á vorin þegar fiða geitanna fer að losna af náttúrunnar hendi.

Reyndar hafa dýravelferðarsamtökin RSPCA haldið því fram að stór hluti dýranna sé greiddur með skarptenntum málmkömbum sem geta rispað húð þeirra illa og sært, auk þess að ekki sé algilt að allar geitur missi vetrarfeldinn á sama tíma en framleiðendur láti slíkt fram hjá sér fara.

Samkvæmt þeim er kembingarferlið allharkalegt, fætur geitanna séu bundnar saman og þær svo greiddar í allt að klukkustund. Slík meðferð valdi bæði líkamlegu og andlegu álagi auk þess sem þær fái ekki að lifa ef þær eru á einhvern hátt taldar ekki af nógu góðum gæðum. Slíkar fullyrðingar má þó taka með fyrirvara enda um landbúnaðarvöru að ræða þar sem dýr eru ræktuð til nytja um allan heim.

Aukin eftirspurn skapar gróðureyðingu

Samkvæmt hagsmunasamtökunum NRDC (e. Natural Resource Defence Council) fylgir framboð af kasmír ekki aukinni eftirspurn. Gífurleg aukning á eftirspurn hafi leitt til stærri geitahjarða á viðkvæmum svæðum sem þola ekki mikla beit. Geiturnar gangi nærri landinu en þær éti yfir 10 pósent af líkamsþyngd sinni daglega og nagi plöntur niður að rótum. Gróðureyðing leiði af sér myndun eyðimerkur sem eru víða í Mongólíu og Kína.

Endurnýting

Með það í huga er rétt að benda á að kasmírvörur, rétt eins og aðrar ullarvörur, eru það vandaðar að þær er hægt að nota í áraraðir.

Besti kostur meðvitaðra neytenda er því að nota gamalt eða velja endurnýttar vörur og fara vel með.

Skylt efni: geitafiða | kasmír

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f