Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Árhringurinn formlega afhentur. Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri, Hildur Hákonardóttir myndlistarmaður, Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna og Sigrún Inga Hrólfsdóttir sýningarstjóri.
Árhringurinn formlega afhentur. Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri, Hildur Hákonardóttir myndlistarmaður, Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna og Sigrún Inga Hrólfsdóttir sýningarstjóri.
Mynd / Listasafn Reykjavíkur
Menning 25. janúar 2023

Vefnaðarverk að gjöf

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bændasamtök Íslands hafa fært Listasafni Reykjavíkur vefnaðarverk Hildar Hákonardóttur, Árshringinn, að gjöf.

Verkið er eitt af stærstu verkum listakonunnar og verður á meðal þeirra fjölmörgu listaverka sem sýnd verða á umfangsmikilli yfirlitssýningu á verkum Hildar sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum 14. janúar.

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að Konráð Guðmundsson, hótelstjóri á Sögu, hafi keypt verkið af Hildi á sínum tíma. „Verkið samanstóð upphaflega af tólf ofnum teppum og stóðu fyrir gróður jarðar árið um kring og var hugsað sem heild.“

Vigdís segir að verkið hafi lengi verið í geymslu en hafi verið nokkrum sinnum sýnt opinberlega, meðal annars í Kaupmannahöfn árið 2018. „Þegar eigendaskipti urðu á Hótel Sögu nýverið fundust aðeins tíu hlutar verksins og verða þeir færðir Listasafni Reykjavíkur til varanlegrar varðveislu og er verkið fært safninu að gjöf án skilyrða.“

Hver hluti verksins er 202 x 94 sentímetrar og eru tíu hlutar þess færðir listasafninu að gjöf en tveir hlutar hafa glatast.

Sýningin í verkum Hildar ber yfirskriftina Rauður þráður og er afrakstur rannsóknarstöðu við Listasafn Reykjavíkur sem ætlað er að endurskoða hlut kvenna í íslenskri listasögu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...