Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Vaxandi áhugi á byggrækt
Fréttir 17. maí 2019

Vaxandi áhugi á byggrækt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Byggrækt á Íslandi hefur jafnt og þétt vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár og skiptir þar án efa mestu máli almennur áhugi bænda á nýsköpun í ræktun.

Aukinn áhuga má einnig merkja í ræktun annarra nytjaplantna svo sem repju og hafra. Þann ágæta árangur sem íslenskir bændur hafa náð í ræktun byggs má án efa skýra með ýmsum þáttum eins og batnandi umhverfisskilyrðum til ræktunar, bættum búskaparháttum, prófunum á erlendum byggyrkjum auk kynbóta sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður.

Niðurstöður 30 ára ræktunar

Í frétt á vef Landbúnaðarháskóla Íslands vegna útkomu skýrslu um átaksverkefni í byggrækt á Íslandi á árunum 2013–2018 segir að starfsmenn skólans Íslands leggi, eftir fremsta megni, lóð á vogarskálar nýsköpunar í landbúnaði á ýmsum sviðum og hafa meðal annars stundað rannsóknir á byggi undanfarna áratugi.

Í skýrslunni birta höfundar yfirlit yfir niðurstöður úr samanburðartilraunum á byggi sem fram hafa farið víðs vegar um landið á yfir 30 ára tímabili. Farið er yfir helstu niðurstöður sjúkdómsrannsókna, ásamt því að framtíð byggrannsókna og nýtingar eru reifaðar.

Uppskera aukist og ræktunartímabilið styst

Niðurstöður sýna að uppskera í tilraunum hefur aukist á sama tíma og ræktunartímabilið styttist. Íslenskar kynbótalínur skila ekki aðeins meiri uppskeru í tilraunum heldur skríða þær einnig fyrr sem leiðir til þess að þær eru uppskornar fyrr.

Niðurstöðurnar sem kynntar eru í skýrslunni undirstrika bæði kosti og galla íslenska kynbótaverkefnisins og eru því mikilvægar fyrir áframhald yrkjatilrauna hér­lendis. Niðurstöðurnar undir­strika jafnframt að næsta stóra áskorun kynbótafólks er að auka sjúkdómsþol í íslenskum byggyrkjum, enda sýna rannsóknir að fjölbreytileiki sjúkdómsvaldandi sveppa er mun meiri hérlendis en ætla mætti og fyrirsjáanlegt að sjúkdómsálag aukist umtalsvert eftir því sem byggrækt eykur útbreiðslu sína.
Skýrsluna í heild má finna á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f