Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Vatnsskortur innan aldarfjórðungs
Fréttir 30. apríl 2019

Vatnsskortur innan aldarfjórðungs

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt nýjum spám Um­hverf­is­­stofnunar Bretlands­eyja er talið að Bretlandseyjar gætu átt við alvarlegan vatnsskort að etja á næsta aldarfjórðungi.

Skýrsla um vatnsbirgðir og vatns­notkun á Bretlandseyjum var lögð fram á ráðstefnunni Waterwise í síðustu viku. Samkvæmt skýrslunni er vatnsþörf íbúa Bretlands í dag svo mikil að vatnsmagn í boði annar vart eftirspurn. Helsta ástæða þessa er sagður vera vaxandi fólksfjöldi og hækkandi hiti vegna loftslagsbreytinga. 

Í tillögu til að stemma stigu við líklegum vatnsskorti er lagt til að fólk dragi úr vatnsnotkun sinni um allt að einn þriðja og að farið verði í gagngerar endurbætur á vatnalögnum í landinu til að draga úr leka þeirra. Talið er að um 35% af öllu vatni sem fara um vatnsleiðslur á Bretlandseyjum tapist vegna leka. Einnig er sagt nauðsynlegt að koma upp nýjum vatnslónum og auka hreinsun á vatni til muna.

Samkvæmt skýrslunni verða Bretar og stjórnvöld í landinu að hætta að stinga hausnum í sandinn þegar kemur að stöðu vatnsmála í landinu. Talið er að um 2040 muni hitabylgjur verða tíðar og líklega árvissar á Bretlandseyjum og að það muni auka vatnsþörfina en á sama tíma draga úr framboði á vatni. Talið er að fólksfjöldi á Bretlandseyjum muni fara úr 67 milljónum í 75 milljónir um miðja þessa öld sem mun að sjálfsögðu auka vatnsþörfina.

Á ráðstefnunni kom fram að meðalnotkun Breta á vatni í dag er um 140 lítrar á dag en að notkunin þurfi að fara í 100 lítra á dag til að vel megi vera. Einnig kom fram að Bretar hafa ekki byggt nýtt vatnslón í áratugi og að vegna þess þurfi að flytja neysluvatn langar vegalengdir eftir hriplekum vatnsleiðslum og að úr því verði að bæta hið bráðasta.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...