Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Varnasvæði stækkar og nær til alls landsins
Fréttir 25. janúar 2018

Varnasvæði stækkar og nær til alls landsins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Yfirdýralæknir á Englandi hefur ákveðið að England eins og það leggur sig skuli vera eitt varnarsvæði vegna hættu á fuglaflensu. Alifuglabændur skulu samkvæmt lögum fara eftir ýtrustu reglum hvað varðar varnir gegn fuglaflensu í landinu.

Ákvörðunin kemur í framhaldi af því að undanfarnar vikur hafa að minnsta kosti þrettán villtir fuglar fundist dauðir af völdum fuglaflensu H5N6 og sýnt hefur verið fram að rúmlega þrjátíu aðrir séu sýktir.

Það að svo margir villtir fuglar séu sýktir eykur gríðarlega hættuna á að flensan breiðist hratt út og geti borist í alfuglabú.

Talið er að fuglaflensan hafi borist til Englands með farfuglum frá Evrópu þar sem flensan hefur fundist í fjölda villtra fugla undanfarna mánuði.

Miklar öryggisráðstafanir

Reglurnar um varnir gegn fuglaflensunni ná til allra sem halda alifugla en bú með yfir 500 fugla þurfa að gera aukalegar ráðstafanir. Gæta verður þess að enginn óviðkomandi fái aðgang að búunum, að skipt sé um fatnað áður en farið er inn til fuglanna eða vinnusvæði sem tengist þeim og að ökutæki séu sótthreinsuð áður en þau yfirgefa bú.

Tilkynna skal dauða fugla

Eigendum alifugla er skylt að tilkynna dauða fugla sem gæti orsakast af flensunni og almenningur er einnig beðinn að tilkynna fund á dauðum fuglum í náttúrunni.

Smitandi en ekki talin hættuleg fólki

Ekki er talið enn sem komið er að flensan sé hættuleg fólki en samt sem áður er talið nauðsynlegt að koma í veg fyrir að hún berist í alifugla til manneldis þar sem vírusinn sem flensunni veldur er bráðsmitandi. 

Skylt efni: England | fuglaflensa

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...