Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Varnarlínur breytast
Mynd / ÁL
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í baráttunni við búfjársjúkdóma.

Með innflutningi á sauðfé komu til landsins áður óþekktar pestir. Mæðiveiki, garnaveiki og riða ollu miklum búsifjum en með sauðfjárveikivörnum tókst að útrýma fyrstnefndu sóttinni. Með bóluefni hefur tekist að halda garnaveiki niðri.

Á síðustu misserum hafa orðið þáttaskil í baráttunni gegn riðu eftir að arfgerðir sem eru alþjóð- lega staðfestar sem riðuónæmar fundust í íslensku sauðfé. Með því verði hægt að rækta upp ónæmi í sauðfjárstofninum sem breyti nálguninni í sauðfjárveikivörnum. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir rétt að leggja mat á gildi núverandi fyrirkomulags í ljósi þess að við séum komin með fleiri verkfæri í verkfærakistuna.

Sérfræðingahópur skipaður af matvælaráðherra er að rýna tillögur frá fulltrúum sauðfjárbænda um breytingar á sauðfjárveikivörnum. Þær snúi í fyrsta lagi að uppbyggingu hjarðar eftir riðuniðurskurð. Í öðru lagi útfærslu á aðgerðum þegar riðuveiki greinist. Í þriðja lagi hvernig standa skuli að ræktun gegn riðuveiki. Von er á niðurstöðum 1. nóvember næstkomandi.

Sjá nánar á bls. 20–21. í nýju Bændablaði sem kom út í dag

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f