Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Kræklingur er einnig nefndur bláskel.
Kræklingur er einnig nefndur bláskel.
Mynd / Andreas Trepte
Fréttir 30. júní 2025

Varað við tínslu kræklings

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælastofnun hefur sent út viðvörun vegna mögulegra eiturþörunga sem geta mengað krækling á vinsælum tínslustöðum.

Þörungarnir hafa verið viðvarandi í sjó í Hvalfirði yfir sumartímann. Er það vegna þess hve sólríkt hefur verið í maí og júní. Því hefur almenningi verið ráðið frá því að tína krækling í Hvalfirði og á öðrum vinsælum stöðum til kræklingatínslu. Frá þessu er greint á vef Matvælastofnunar (MAST).

Neytendur þurfa ekki að varast krækling sem er ræktaður hérlendis og fæst í verslunum og á veitingastöðum. Ræktendur eru undir eftirliti MAST og heilbrigðiseftirlits og þurfa reglulega að taka sýni af skelkjöti og sjó til að fylgjast með magni eitraðra þörunga í kjötinu og hafinu þar sem ræktunin á sér stað.

Vöxtur og eiturmyndun í þörungum er ekki fyrirsjáanleg og getur hættan sprottið upp á gróðurtímabili þörunga sem er frá því í mars og fram á vetur. Skelfiskurinn verður ekki fyrir áhrifum sjálfur, en safnar í sig eitrinu. Samkvæmt MAST er ekki tryggt að fylgja þumalputtareglunni um að óhætt sé að neyta kræklings sem er tíndur í mánuðum sem hafa R í nafninu sínu, því eitrið getur haldist í skelfisknum að loknu gróðurtímabili þörunganna.

Skylt efni: Kræklingur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...