Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Við eftirlit og skoðun kom í ljós að þrátt fyrir að salmonella hafi greinst í fjölda sýna hafi egg verið sett á markað. Einnig kom fram að sýnatöku og eftirliti var víða ábótavant eða því einfaldlega sleppt.
Við eftirlit og skoðun kom í ljós að þrátt fyrir að salmonella hafi greinst í fjölda sýna hafi egg verið sett á markað. Einnig kom fram að sýnatöku og eftirliti var víða ábótavant eða því einfaldlega sleppt.
Fréttir 1. október 2019

Varað við salmonellusmiti í eggjum á Bretlandseyjum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Yfirvöld á Bretlandseyjum hafa sent frá sér viðvörun vegna hættu á salmonellusýkingu í eggjum. Viðvörunin kemur í framhaldi af eftirliti á meðferð eggja sem sýndi að reglur um hreinlæti og geymslu eggja voru brotnar á öllum stigum framleiðslu, pökkunar og sölu.

Síðastliðin þrjú ár hafa ríflega eitt hundrað einstaklingar á Bretlandseyjum veikst alvarlega vegna salmonellu sem rakin er til neyslu á eggjum. Í framhaldi af þessu hóf eftirlitsstofnun, sem kallast Food Standards Agency, rannsókn á orsökum sýkinganna. Í ljós kom að meðferð á eggjun hvað varða hreinlæti, geymslu og flutning voru þverbrotnar á öllum stigum framleiðslunnar.

Misalvarleg tilfelli

Sýkingarnar sem um ræðir stafa af mismunandi stofnum salmonella og eru í flestum tilfellum skaðlitlar en geta valdið sýkingum í ófrískum konum, börnum og gamalmennum og þeim sem hafa skert ónæmiskerfi. Í alvarlegustu tilfellum hefur fundist stofn sem kallast Salmonella enteritidis og þykir einstaklega skæður og getur valdið alvarlegum sýkingum.

Samkvæmt því sem talsmaður eftirlitsstofnunarinnar sagði skipta reglugerðabrotin þúsundum og breytir þar engu hvort um er að ræða býli sem framleiddu egg, pökkunarstöðvar og kæla í verslunum. Víða væri pottur brotinn og nánast alls staðar væri hægt að gera betur til að tryggja gæði eggjanna.

Í öllum tilfellum voru eggin gæðavottur með stimpli breska ljónsins sem tryggja á gæði þeirra og hollustu.

Eftirliti víða ábótavant

Við nánara eftirlit og skoðun kom í ljós að þrátt fyrir að salmonella hafi greinst í fjölda sýna hafi egg verið sett á markað. Einnig kom fram að sýnatöku og eftirliti var víða ábótavant eða því einfaldlega sleppt.
Samkvæmt samantekt stofnunar á Bretlandseyjum sem fjallar um heilsufar dýra segir að í einni af hverjum sex eftirlitsferðum undanfarin þrjú ár hafi verið gerð athugasemd vegna hreinlætis, aðbúnaðar dýra og gæða eggja á kjúklingabúum.

Bretar neyta um 1,3 milljarða eggja á ári og nánast öll eru framleidd innanlands og helmingur frá býlum sem vottuð eru með lausagönguhænur.

Samkvæmt yfirlýsingu frá stjórnvöldum verður gripið til aðgerða til að stemma stigu við frekari útbreiðslu salmonellu og eftirlit með framleiðslunni hert. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...