Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu alvarlega vanrækslu á nautgripum á lögbýli á Norðurlandi vestra.

„Við eftirlit sem framkvæmt var með aðstoð lögreglu fundust 29 dauðir nautgripir í gripahúsi. Í kjölfarið aflífuðu starfsmenn stofnunarinnar 21 grip til viðbótar á staðnum sökum slæms ástands, allt gripir sem voru hýstir í húsinu. Aðrir nautgripir, sem hafði verið haldið úti við, voru hýstir yfir nóttina, en síðan voru þeir færðir til slátrunar daginn eftir. Hræjum og skrokkum hefur þegar verið fargað á viðurkenndum urðunarstað“, segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Umráðamaður sviptur heimild til dýrahalds

Þar kemur einnig fram að umráðamaður dýranna hafi verið sviptur heimild til dýrahalds tímabundið, eða þar til dómur fellur í málinu. „Í kæru til lögreglu gerir stofnunin þá kröfu að umráðamaður verði með dómi sviptur heimild til að hafa búfé í umsjá sinni, versla með þau eða sýsla með þau með öðrum hætti. Málið er nú til frekari rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra.“

Stjórnvaldsákvarðanir í mars

Matvælastofnun tilkynnti enn fremur um stjórnvaldsákvarðanir á hendur búum og afurðastöðvum í mars. Kjúklingasláturhús á Suðurlandi var sektað vegna brota á dýravelferð sem uppgötvuðust við eftirlit. Kúabú var svipt mjólkursöluleyfi þar sem gæði mjólkur reyndust ófullnægjandi.

Dagsektir voru lagðar á kúabú á Suðurlandi vegna brota á dýravelferð. Of mikill þéttleiki reyndist vera í stíum, klaufhirðu ábótavant og kálfar bundnir. Einnig voru dagsektir lagðar á hrossa- og sauðfjárbú á Norðausturlandi vegna brota á dýravelferð. Þá var sláturhús á Suðvesturlandi sektað vegna brota á dýravelferð vegna fráviks við aflífun á grís. Þetta kemur fram á
Fyrir þinginu liggur nýtt frumvarp um lagareldi. Bjarkey telur það til þess fallið að skapa eins mikla sátt og hægt er. Mynd frá Patreksfirði.
vef Matvælastofnunar.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f